Fótbolti

Sendu alla stuðningsmenn félagsins í bann fyrir ógeðslega söngva

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Nacional mega ekki koma á næstu þrjá útileiki liðsins. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Stuðningsmenn Nacional mega ekki koma á næstu þrjá útileiki liðsins. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Úrúgvæska félagið Nacional hefur verið dæmt til að greiða stóra sekt og stuðningsmenn félagsins mega ekki koma nálægt næstu þremur leikjum.

Ástæðan er mjög ósmekkleg hegðun stuðningsmanna Nacional í leik liðsins á móti brasilíska félaginu Chapecoense í Suður-Ameríkubikarnum í síðasta mánuði.





Stuðningsmenn Nacional sungu þá ógeðslega söngva um fluglysið í fyrra þar sem að Chapecoense missti 19 leikmenn og starfsfólk. Chapecoense liðið var þá á leik í úrslitum Copa Sudamericana keppninnar.

Úrslitaleikirnir fóru aldrei fram en Chapecoense fékk Copa Sudamericana titilinn að gjöf til minningar um þá sem létust í flugslysinu. Kólumbíska félagið Atletico Nacional, mótherji Chapecoense í úrslitaleiknum, fór fram á þetta.

Chapecoense var sýnt mikil samúð eftir leikinn og fótboltamenn víðsvegar að buðust til að hjálpa liðinu í næstu leikjum.

Nacional þarf að greiða 80 þúsund dollara í sekt eða meira en átta milljónir íslenskra króna. Það var Conmebol, knattspyrnusamband Suður-Ameríku, sem tók á málinu.





Stuðningsmenn félagsins mega ekki mæta á næstu þrjá útileiki liðsins í Suður-Ameríkukeppnunum.  

Nacional baðst afsökunar á framferði stuðningsmanna sinna, sagði þetta skelfilegt og að fólk þar á bæ skammist sín mikið.

Úrúgvæska liðið vann báða leikina á móti Chapecoense 1-0 og þar með 2-0 samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×