Enski boltinn

Evra dansaði af gleði yfir komunni til West Ham

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Patrice Evra átti fjölmörg ár á Englandi með Manchester United
Patrice Evra átti fjölmörg ár á Englandi með Manchester United vísir/getty
Patrice Evra var svo ánægður með endurkomu sína í ensku úrvalsdeildina að hann dansaði um götur Lundúnaborgar.

Evra kom til West Ham á frírri sölu út tímabilið en hann var samningslaus eftir að franska liðið Marseille rifti samning hans í nóvember.

Frakkinn var ónotaður varamaður í sigri West Ham á Watford um helgina.

Hann kann að sjá ljósu hliðina í lífinu og hefur gaman af því að fíflast á samfélagsmiðlum. Hann setti myndband á Instagram síðu sína þar sem hann var í hinum klassíska rauða símaklefa sem Bretar eru svo þekktir fyrir og fékk símtalið frá West Ham.

Hann varð svo glaður að fá þetta símtal að hann fór út úr símaklefanum og tók nokkur vel valin dansspor.

Uppákomuna má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×