Enski boltinn

Umræða um sigurmark Newcastle: „Lukaku er bara haugur"

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ríkharð Óskar Guðnason fór yfir sigurmark Newcastle gegn Manchester United í Sunnudagsmessunni í gær en spekingar hans Bjarni Guðjónsson og Ríkharður Daðason voru gáttaðir á varnarleik United í markinu.

United tapaði leiknum með einu marki geng engu, en markið kom eftir aukaspyrnu sem Chris Smalling fékk á sig dæmda fyrir dýfu.

„Ashley Young er að öskra á Lukaku að koma til baka. Hann er hávaxnasti leikmaðurinn í liðinu. Hér er hann að lulla til baka,” sagði Rikki og þótti þetta afar skrýtið eins og flestum þegar hann fór yfir röð mistaka hjá United.

„Stóru mennirnir tveir, Pogba og Matic, fara hvorugir upp í fyrsta boltann. Richie var fyrir utan teiginn og laumar sér svo og þeir skila hann eftir. Þetta er útfærð aukaspyrna og hún er vel gerð,” sagði Bjarni Guðjónsson, sparkspekingur.

„Maður sér að Matic tekur skrefið í áttina að boltanum og svo sér hann Lukaku koma. Það verður þarna misskilningur útaf þessu. Lukaku er bara haugur,” sagði Ríkharður Daðason, annar spekingur þáttarins.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×