Tottenham kom til baka í Tórínó og eru með pálmann í höndunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Tottenham fagna marki í kvöld.
Leikmenn Tottenham fagna marki í kvöld. vísir/getty

Tottenham gerði góða ferð til Ítalíu í kvöld þegar liðið mætti Juventus í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Eftir erfiða byrjun fyrir gestina urðu lokatölur 2-2.

Juventus byrjaði af miklum krafti og sló Tottenham út af laginu. Gonzalo Higuain skoraði fyrsta markið eftir laglega útfærslu af aukaspyrnu eftir einungis tvær mínútur.

Einungis sjö mínútum síðar var Higuain aftur á ferðinni en þá skoraði hann af vítapunktinum eftir að Ben Davies gerði sig sekan um klaufalegt brot.

Harry Kane, hinn magnaði, minnkaði muninn tíu mínútum fyrir leikslok eftir undirbúning frá Dele Alli og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Christian Eriksen jafnaði svo metin tæplega tuttugu mínútum fyrir leikslok úr aukaspyrnu þar sem má setja spurningarmerki við Gianluigi Buffon í marki Juventus. Lokatölur 2-2.

Tvö afar mikilvæg útivallarmörk hjá Tottenham og liðið er með pálmann í höndunum fyrir síðari leikinn þann 7. mars.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.