Íslenski boltinn

Óli Kristjáns hefur ekki áhyggjur af varnarleik FH

Anton Ingi Leifsson skrifar

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, hefur ekki áhyggjur af varnarleik FH, en hann tók við stjórnartaumunum í vetur af Heimi Guðjónssyni. FH hefur verið að leka mörkum á undirbúningstímabilinu, en varnarlínan frá því í fyrra er farin eins og hún leggur sig.

„Pétur Viðarsson er ennþá, en Böðvar, Kassim, Bergsveinn og Guðmundur eru farnir. Við þurfum að fylla í skörð,” sagði Ólafur í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Ég hef aðeins verið að láta Robbie Crawford, sem hefur spilað á miðjunni, spila í bakverði. Hjörtur Logi sem mest hefur verið vinstri bakvörður hefur verið miðvörður.”

„Við erum bæði með tilfæringar og svo að sjálfsögðu erum við að kíkja hvað gæti styrkt okkur,” en Ólafur hefur ekki áhyggjur af varnarleiknum:

„Nei ég hef ekki áhyggjur af þessu núna. Það er langt í mót og ágætis tími til að hugsa.”

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.