Íslenski boltinn

Þolinmæðisverk hjá Íslandsmeisturunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigurður fagnar marki gegn FH, en hann skoraði tvö í kvöld.
Sigurður fagnar marki gegn FH, en hann skoraði tvö í kvöld. vísir/eyþór

Það var þolinmæðisverk hjá Val að leggja B-deildarlið Njarðvíkur af velli í kuldanum á Valsvelli í kvöld, en lokatölur urðu 3-0 sigur Vals.

Haukur Páll Sigurðsson kom Val yfir á 73. mínútu, en Valsmenn stilltu upp afar sterku liði.

Sigurður Egill Lárusson tvöfaldaði svo forystuna átta mínútum fyrir leikslok, en Sigurður var aftur á ferðinni áður en flautað var af. Lokatölur 3-0.

Valur spilar næst við Víking um næstu helgi, en Njarðvík spilar gegn ÍA strax á fimmtudaginn. Í riðlinum eru einnig Fram og ÍBV.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.