Flugeldasýning hjá City í Sviss

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aguero hefur verið frábær í liði City.
Aguero hefur verið frábær í liði City. vísir/getty

Manchester City lenti í engum vandræðum með Basel í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur í Sviss urðu 4-0 sigur enska liðsins.

Það voru ekki liðnar nema átján mínútur þegar staðan var orðin 2-0. İlkay Gündoğan kom City yfir á 14. mínútu og fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Bernardo Silva forystuna.

Sergio Aguero vildi ekki vera minni maður og fimm mínútum eftir mark Silva var hann búinn að koma City í 3-0. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Einungis eitt mark leit dagsins ljós í síðari hálfleik, en það gerði İlkay Gündoğan á 53. mínútu og afar þægilegt verkefni fyrir höndum hjá City þegar liðin mætast í Manchester 7. mars.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.