Enski boltinn

Maðurinn sem skorar og skorar en fær aldrei nein verðlaun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergio Aguero hafði ástæðu til að brosa eftir leikinn á móti Leicester.
Sergio Aguero hafði ástæðu til að brosa eftir leikinn á móti Leicester. Vísir/Getty
Sergio Aguero fór á kostum með toppliði Manchester City um helgina og skoraði fjögur mörk í stórsigri á Leicester City.

Aguero bætti þar með enn frábæra tölfræði sína enginn leikmaður hefur skorað örar í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Sergio Aguero er nú kominn með 21 mark í 22 deildarleikjum á tímabilinu þar af átta mörk í síðustu fjórum leikjum sínum.

Agüero hefur verið hjá Manchester City frá 2011 og er á góðri leið með að vinna þriðja enska meistaratitilinn með félaginu. Hann þegar orðinn markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi.

Tölfræðingar á MCFCstat síðunni sýndu hinsveggar fram á magnaða staðreynd eftir fernu Argentínumannsins um helgina.

Sergio Aguero er búinn að skora 143 mörk í 203 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og á fimm tuttugu marka tímabil en hann hefur aldrei fengið nein verðlaun.

MCFCstat síðan tók saman þá leikmenn sem hafa skorað örast í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og tók um leið saman hvaða verðlaun viðkomandi leikmenn hafa fengið. Listinn þeirra er hér fyrir neðan.







Það eru öskrandi eyður í línunni hans Sergio Aguero sem er samt efstur á listanum með mark á 106 mínútna fresti.

Hann hefur sem dæmi aldrei verið kosinn í lið ársins og þar af leiðandi hefur hann aldrei verið kosinn bestur. Þar eru mörg verðlaun en engin þeirra hafa ratað til Argentínumannsins.

Aðrir í sömu stöðu á topp fimmtán listanum eru menn eins og Edin Dzeko (7. sæti), Ole Gunnar Solskjær (11. sæti), Oliver Giroud (13. sæti) og Jimmy Floyd Hasselbaink (15. sæti).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×