Fleiri fréttir

Fannar með þrjú mörk í sigri

Fannar Þór Friðgeirsson skoraði þrjú mörk í sigri Hamm-Westfalen á HG Saarlouis í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Sjálfsmark Perez tryggði Leicester sigurinn

Leicester vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið heimsótti lærisveina Rafael Benitez í Newcastle sem hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu sjö leikjum.

Stórleikur Ómars dugði ekki til

Ómar Ingi Magnússon fór á kostum og skoraði fimm mörk og gaf sjö stoðsendingar fyrir Århus þegar liðið mætti Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Ronaldo hélt uppá fimmta gullboltann með tveim mörkum og sigri

Cristiano Ronaldo fagnaði fimmta gullboltanum, sem hann fékk í vikunni fyrir það að vera besti leikmaður heims, með tveim mörkum og auðveldum 5-0 sigri á slöku liði Sevilla. Þrátt fyrir sigurinn er Real í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, 5 stigum á eftir Barcelona.

Fram valtaði yfir Fjölni

Fram átti ekki í vandræðum með nýliða Fjölnis í Olís deild kvenna í handbolta í dag.

Tottenham valtaði yfir Stoke

Tottenham vann auðveldan sigur á slöku liði Stoke fyrr í dag, 5-1. Tottenham hafði fyrir leikinn ekki unnið síðustu 5 deildarleiki sína. Sitja þeir í 5. sæti ensku deildarinnar, 15 stigum á eftir toppliði Manchester City.

Fimmta stoðsending Jóhanns Berg

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley hafa komið mikið á óvart í vetur og þeir unnu sterkan sigur þegar Watford kom í heimsókn, en gestirnir hafa líka verið að gera meira en flestir bjuggust við.

Bæjarar auka forskot sitt á toppi deildarinnar

Eftir leiki dagsins í þýsku Bundesligunni er forskot Bayern Munich orðið 8 stig. Brösugt gengi Dortmund heldur áfram og er pressan á þjálfara liðsins, Peter Bosz, orðin gríðarleg

Fyrsti sigur Moyes kom gegn meisturunum

West Ham unnu englandsmeistara Chelsea óvænt í fyrsta leik enska boltans í dag, 1-0. Var þetta fyrsti sigur liðsins undir stjórn David Moyes, sem tók við af liðinu fyrir nokkrum vikum síðan.

Kobe Bryant peppaði Ernina

NBA goðsögnin Kobe Bryant hélt í gær peppræðu fyrir leikmenn Philadelphia Eagles, sem mæta Los Angeles Rams í NFL deildinni á morgun. Kobe er fæddur og uppalinn í Philadelphia og segist vera einn stærsti aðdáandi Eagles liðsins.

Pacquiao segir að viðræður séu hafnar um bardaga gegn Conor McGregor

Manny Pacquiao, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, heldur því fram að hann sé í viðræðum um að mæta Conor Mcgregor í hnefaleikabardaga í apríl á næsta ári. Conor græddi rúmlega 100 milljónir bandaríkjadala í fyrsta hnefaleikabardaga sínum gegn Floyd Mayweather fyrr á þessu ári og spá margir sérfræðingar því að hann muni aldrei aftur berjast í UFC.

Forseti Real Madrid hvetur Neymar til að ganga til liðs við félagið

Sagan endalausa um Neymar og Real Madrid virðist ætla að halda áfram, þrátt fyrir að PSG hafi í sumar gert Neymar að dýrasta leikmanni heims. Forseti Real Madrid, Florentino Perez, sagði í viðtali á dögunum að vilji Neymar verða valinn besti leikmaður heims sé aðeins eitt fyrir hann í stöðunni, ganga til liðs við Real Madrid.

Sigurgöngu Cleveland Cavaliers lauk í Indiana

13 leikja sigurgöngu Cleveland Cavaliers í NBA deildinni lauk í nótt í Indiana þar sem Indiana Pacers hafði betur í jöfnum leik, 106-102. Varð Pacers þar með fyrsta liðið til að vinna Cavaliers tvisvar á þessu tímabili.

Tímabilið er undir í Manchester slagnum

Man.City getur náð 11 stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á United í borgarslagnum. Besta sóknin mætir bestu vörninni á Old Trafford.

Stríddu Lionel Messi mikið á Twitter

Fólkið á Twitter-síðunni Genius Football hefur verið svolítið upptekið af útnefningu Cristiano Ronaldo í gær en Portúgalinn fékk þá Gullboltann annað árið í röð og í fimmta sinn á ferlinum.

Luton Town skorar meira en Man City

Manchester City situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og virðist óstöðvandi. Það er hins vegar lið í fjórðu deild á Englandi sem hefur skorað flest mörk á tímabilinu, ekki City.

Japanski Babe Ruth valdi Englana

Japanski hafnarboltaspilarinn Shohei Ohtani er á leiðinni í bandarísku atvinnumannadeildina og hann hefur nú ákveðið hvar hann ætlar að spila.

Kári missir ekki stjórann sinn

Derek McInnes, knattspyrnustjóri Aberdeen, er ekki á förum frá félaginu. Hann hefur verið mikið orðaður við stjórastólin hjá Rangers síðustu daga.

Japanir áfram í 16-liða úrslit

Japan bar sigurorð af Túnis í lokaleik sínum í C-riðli Heimsmeistaramóts kvenna í handbolta og tryggði sig áfram í 16-liða úrslit mótsins.

Jón Daði: Ætlum okkur lengra en við gerðum á EM

Jón Daði Böðvarsson sat ekki límdur við skjáinn eins og flestir Íslendingar þegar drátturinn í riðla Heimsmeistaramótsins fór fram í Kremlin í Rússlandi fyrir viku síðan. Hann var í flugvél á leiðinni til Sunderland og missti af drættinum.

Sjá næstu 50 fréttir