Fyrsti sigur Moyes kom gegn meisturunum

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Óvænt úrslit urðu í fyrsta leik enska boltans í dag, þegar að heimamenn í West Ham lögðu Chelsea 1-0 á Ólympíuvellinum í London.

Marko Arnautovic skoraði eina mark leiksins á 6. mínútu eftir stoðsendingu Manuel Lanzini.

Leikmenn Chelsea sköpuðu sér fá færi og var sigur heimamanna verðskuldaður.

Var þetta fyrsti sigur West Ham undir stjórn David Moyes sem fagnaði innilega þegar að dómarinn flautaði leikinn af.

Chelsea situr í 3. sæti ensku deildarinnar eftir leikinn, 11 stigum á eftir Manchester City sem eiga auk þess leik til góða á Chelsea.

Þrátt fyrir sigurinn eru West Ham ennþá í fallsæti. Sitja í 18. sæti með 13 stig, jafnmörg stig og West Bromwich Albion sem eru í sætinu fyrir ofan með betri markatölu.  

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira