Enski boltinn

Ferguson bauð Benitez velkominn í þúsund leikja klúbbinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sir Alex og Benitez mættust nokkrum sinnum á ferlinum
Sir Alex og Benitez mættust nokkrum sinnum á ferlinum vísir/getty
Rafael Benitez og Carlo Ancelotti voru meðal manna sem fengu inngöngu í 1000 leikja klúbb félags knattspyrnustjóra á Englandi, LMA.

Sir Alex Ferguson færði Benitez, Ancelotti, Tony Pulis, Claudio Ranieri, John Toshack og Sven-Goran Eriksson verðlaunagripi og bauð þá velkomna í þennan úrvalsklúbb.

Landsliðsþjálfari Englands, Gareth Southgate, er forseti klúbbsins og á meðal 24 félaga hans eru Brian Clough, Arsene Wenger og Sir Matt Busby.

„Að ná 1000 leikjum er mjög gott og þeir eiga skilið aðdáun, því ég er alveg viss um að á ferlinum hafi þeir fundið fyrir pressunni,“ sagði Ferguson, sem stýrði liði Manchester United í 1500 leikjum.

„Leikur nútímans snýst um úrslit, engin spurning um það. Svo það að lifa af alla pressuna sem er á stjórum í dag er ótrúlegt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×