Körfubolti

Haukur Helgi besti maður Cholet í stórtapi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haukur Helgi Pálsson.
Haukur Helgi Pálsson. Vísir/Getty
Strasbourg valtaði yfir Cholet 88-54 í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Haukur Helgi Pálsson átti þokkalegan leik fyrir Cholet í kvöld og var þeirra besti maður á vellinum. Hann skoraði sjö stig og tók þrjú fráköst.

Heimamenn í Strasbourg höfðu yfirtökin strax frá fyrstu mínútu og leiddu 13-9 eftir fyrsta leikhluta. Þeir héldu áfram liðnum hætti í öðrum leikhluta og fóru með 34-27 forystu í hálfleikinn.

Cholet náði ekki að sigra einn einasta leikhluta og voru menn greinilega búnir að leggja árar í bát fyrir þann síðasta, Strasbourg sigraði hann með 24 stigum, 35-11, og leikinn að lokum 88-54.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×