Enski boltinn

Kári missir ekki stjórann sinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Derek McInnes verður áfram hjá Aberdeen
Derek McInnes verður áfram hjá Aberdeen vísir/getty
Derek McInnes, knattspyrnustjóri Aberdeen, er ekki á förum frá félaginu. Hann hefur verið mikið orðaður við stjórastólin hjá Rangers síðustu daga.

Vísir greindi frá því í gær að McInnes hafi ekki mætt á síðustu tvær æfingar félagsins, en hann var að íhuga tilboð frá stórliði Rangers.

„Ég þurfti að hugsa mig um, en ég var ekki tilbúinn til þess að labba í burtu,“ sagði McInnes.

„Ég er mjög ánægður hér og var ekki tilbúinn til þess að eyðileggja allt sem ég hef byggt upp hérna.“

Stjórnarmaður Aberdeen, Stewart Milne, lýsti sig glaðasta mann í heimi eftir yfirlýsingu McInnes.

Kári Árnason og félagar í Aberdeen mæta Dundee á útivelli í kvöld í skosku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×