Körfubolti

Jakob frábær í fjórða leikhluta í flottum sigri Borås

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson.
Jakob Örn Sigurðarson. Vísir/Anton
Íslenski landsliðsbakvörðurinn Jakob Örn Sigurðarson var sjóðheitur í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Jakob raðaði niður þristum í leiknum og tók af skarið í lokaleikhlutanum þar Borås liðið landaði tólf stiga sigri, 90-78. Jakob var stigahæsti maðurm vallarins í kvöld.

Borås mætti þarna liðinu fyrir neðan sig í töflunni og var auk þess búið að tapa tveimur deildarleikjum í röð. Sigurinn var því mikilvægur fyrir Jakob og liðsfélaga hans.

Jakob skoraði 24 stig í leiknum þar af komu ellefu þeirra í fjórða leikhlutanum. Hann gaf einnig 2 af 4 stoðsendingum sínum á síðustu tíu mínútum leiksins og kom því með beinum hætti að alls að sextán stigum Borås liðsins í lokaleikhlutanum.

Jakob hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum í kvöld en þrír af þristunum hans komu í lokaleikhlutanum sem Borås vann 27-22.

Jakob var ekki aðeins með sextíu prósent þriggja stiga skotnýtingu heldur skoraði hann einnig sextíu prósent þrista Borås í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×