Enski boltinn

Luton Town skorar meira en Man City

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Úr leik Luton Town í vetur
Úr leik Luton Town í vetur vísir/getty
Manchester City situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og virðist óstöðvandi. Fyrsti tapleikur tímabilsins kom í vikunni þegar liðið tapaði þýðingarlitlum leik gegn Shaktar Donetsk.

Með sóknarlínu skipaða mönnum eins og Sergio Aguero, Kevin de Bruyne, Raheem Sterling og Gabriel Jesus hefur liðið skorað og skorað, er samtals með 62 mörk í deild og bikar á Englandi.

Liðið er hins vegar ekki það lið sem skorað hefur mest á Englandi. Þann heiður á lið Luton Town sem spilar í 4. deild (League Two) á Englandi.

Luton hefur skorað 63 mörk það sem af er tímabilinu, tvisvar sinnum sjö mörk í leik og nokkrum sinnum fjögur eða fimm.

„Við berum okkur ekki saman við Man City, þeir eru á annari plánetu miðað við okkur,“ sagði Nathan Jones, knattspyrnustjóri Luton, við BBC.

„En við erum mjög stoltir af því að vera mestu markaskorarar landsins.“

Luton er á toppi 4. deildarinnar, jafnir að stigum og Notts County. Þeir eru hins vegar með mun betri markatölu, 30+ á móti 15+, en Notts hefur aðeins skorað 35 deildarmörk á móti 48 deildarmörkum Luton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×