Enski boltinn

Upphitun: Okkar maður í eldlínunni | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley fá annað spútniklið, Watford, í heimsókn í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu sex deildarleikjum Burnley.

Sex aðrir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag.

West Ham fær erfitt verkefni í hádeginu í dag þegar liðið tekur á móti Englandsmeisturum Chelsea. Með sigri jafnar Chelsea Manchester United að stigum í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. David Moyes bíður hins vegar enn eftir sínum fyrsta sigri sem knattspyrnustjóri West Ham.

Tottenham hefur gengið hörmulega upp á síðkastið en fær tækifæri til að bæta ráð sitt þegar liðið tekur á móti Stoke City.

Crystal Palace, sem er taplaust í síðustu fjórum leikjum, mætir Bournemouth á Selhurst Park.

Nýliðar Huddersfield og Brighton eigast við á John Smith's vellinum og West Brom sækir Swansea City heim.

Í síðdegisleiknum mætast svo Newcastle United og Leicester City. Refirnir eru á góðu skriði og fengið 14 stig í síðustu sjö leikjum sínum.

Leikir dagsins:

12:30 West Ham - Chelsea (beint á Stöð 2 Sport)

15:00 Burnley - Watford

15:00 Tottenham - Stoke

15:00 Crystal Palace - Bournemouth

15:00 Huddersfield - Brighton

15:00 Swansea - West Brom

17:30 Newcastle - Leicester (beint á Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×