Enski boltinn

David Moyes: „Ánægður með allt í leik minna manna“

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Moyes gat leyft sér að brosa í leikslok.
Moyes gat leyft sér að brosa í leikslok. Vísir/Getty
David Moyes var að vonum sáttur eftir fyrsta sigur West Ham undir hans stjórn. West Ham vann englandsmeistara Chelsea fyrr í dag á heimavelli, 1-0. Marko Arnautovic skoraði eina mark leiksins á 6. mínútu.

„Ég er ánægður með allt í leik minna minna í dag. Hugarfar þeirra, hvernig þeir stóðu saman og að sjálfsögðu sigurinn,“ sagði Moyes eftir leikinn.



„Marko Arnautovic er virkilega góður leikmaður. West Ham gerði hann að dýrasta leikmanni í sögu liðsins til þess að fá mörk og stoðsendingar, og hann skilaði sínu í dag. En frammistaða liðsins er það sem ég er mest ánægður með í dag. Sjálfstraust liðsins jókst eftir góða frammistöðu gegn Manchester City og gaf leikmönnunum mínum trú fyrir leikinn í dag.“ 

„Markmið okkar það sem eftir er af tímabilinu er að spila eins og Chelsea hefur verið að gera. Fótboltinn sem þeir spila er á köflum hreint út sagt magnaður, sagði Moyes að lokum. 

Á sama tíma gat Antonio Conte ekki leynt vonbrigðum sínum.

„Ég er að sjálfsögðu vonsvikinn. Það er bara eðlilegt eftir tap. Leikmenn mínir voru þreyttir í dag og gerðu þess vegna alltof mörg mistök. Það má heldur ekki gleyma því að þessi deild er gríðarlega erfið eins og við sáum hér í dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×