Enski boltinn

Mourinho sakar leikmenn City um leikaraskap: „Smá vindur og þeir detta“

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Mourinho er ekki ánægður með leikræna tilburði leikmanna City.
Mourinho er ekki ánægður með leikræna tilburði leikmanna City. Getty Images // Vísir


Stærsti leikur tímabilsins í ensku deildinni til þessa verður spilaður á morgun á Old Trafford í Manchester þegar að heimamenn í United taka á móti grönnum sínum úr City.

Þótt það sé bara komið fram í 16. umferð er ekki hægt að vanmeta mikilvægi Manchester slagsins. Vinni firnasterkt lið Manchester City á morgun nær liðið 11 stiga forskoti. Eins og liðið hefur verið að spila síðustu mánuði er erfitt að sjá þá tapa slíku forskoti niður.

Jose Mourinho, þjálfari Manchester United, sat fyrir svörum á blaðamannufundi í gær og sparaði hann þar ekki stóru orðin þegar kom að tali um lið Manchester City. City væri vissulega með frábæra leikmenn í öllum stöðum og með einn besta þjálfara heims.

Það væri hins vegar eitt sem honum líkaði ekki við City liðið; tilhneiging þeirra til að láta sig detta með leikrænum tilburðum.

„Ef þú myndir spyrja mig hvað það sé sem mér líkar ekki við lið City er það að þeir virðast missa jafnvægi sitt auðveldlega.“

Þegar Mourinho var beðinn af blaðamanni um að útskýra frekar hvað hann átti við með þessu stóð svarið ekki á sér.

„Smá vindur og þeir þetta í grasið.“

Mourinho sakaði leikmenn Arsenal um slíkt hið sama eftir sigur United á Arsenal síðasta laugardag 3-1. Sagði hann leikmenn Arsenal þykja aðeins of vænt um grasið á Emirates vellinum fyrir sinn smekk.

Það er því ljóst að sálfræðihernaður Mourinho er kominn á fullt fyrir leikinn mikilvæga á morgun, sem er í beinni útsendingu á stöð 2 sport frá kl 16:15.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×