Fótbolti

Bæjarar auka forskot sitt á toppi deildarinnar

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Arturo Vidal skoraði eina mark leiksins í Frankfurt.
Arturo Vidal skoraði eina mark leiksins í Frankfurt.
Þýskalandsmeistarar Bayern Munich mörðu 1-0 sigur á útivelli gegn Eintracht Frankfurt í 15. umferð þýsku Bundesligunnar í dag. Arturo Vidal skoraði eina mark leiksins á 20. mínútu.

Bæjarar juku með sigrinum forskot sitt á toppi deildarinnar í 8 stig, en Red Bull Leipzig, sem sitja í 2. sæti deildarinnar gerðu 2-2 jafntefli gegn Mainz á heimavelli.

Á sama tíma tapaði Borussia Dortmund á heimavelli gegn Werder Bremen, 1-2. Brösugt gengi þeirra heldur því áfram og sitja þeir sem fastast í 7. sæti deildarinnar, 13 stigum á eftir Bayern Munich.

Pressan á Peter Bosz, sem tók við liði Dortmund fyrir tímabilið, eykst því einungis.

Fjölmiðlar í Þýskalandi héldu því fram fyrir leikinn í dag að þetta gæti verið síðasta tækifæri hans til að sannfæra stjórn Dortmund um að hann væri rétti maðurinn til að halda áfram með liðið.

 



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×