Fleiri fréttir

Vilja útrýma fátækt og mismunun

Samstaða og baráttuandi einkenndu Sumarþingið að sögn Ingu. Hún segist hafa orðið fyrir miklum hughrifum: "Það var mikil bylgja í Háskólabíói. Hátt í þúsund manns stóðu upp og klöppuðu.“

Macron ítrekar ábyrgð Frakka á örlögum 13 þúsund Gyðinga í París

Emanuel Macron forseti Frakklands segir Frakka ekki geta vikist undan ábyrgð sinni á því þegar um þrettán þúsund gyðingum var safnað saman fyrir 75 árum og sendir áfram í útrýmingarbúðir nasista. Forsætisráðherra Ísraels var gestur á minningarathöfn um voðaverkin í París í dag.

Toppnum líklega náð

Hægst hefur á vexti í nýtingu hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Icelandair hótelum var minna um bókanir með skömmum fyrirvara í júní og meira var um afbókanir hópa en á sama tíma í fyrra. Sterk staða krónunnar er líklega stór orsakavaldur.

Þúsundir mótmæla lögum um dómara í Póllandi

Þúsundir manna með pólska fánann og fána Evrópusambandsins komu saman fyrir framan þinghúsið í Varsjá höfuðborg Póllands í dag til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á lögum um skipan dómara í landinu. Efri deild pólska þingsins samþykkti frumvarpið í gær en það felur í sér að pólska þingið og dómsmálaráðherrann skipi dómara.

Sýnir mikilvægi Keflavíkurflugvallar fyrir öryggi

Eftir því sem umferð hefur aukist um flugstjórnarsvæði Íslands hefur atvikum fjölgað þar sem flugvélar þurfa óvænt að lenda í Keflavík. Lítil hætta var á ferðum þegar norskri farþegaþotu var lent á einum hreyfli þar í morgun.

Ákærður fyrir fimm sýruárásir

Sextán ára unglingspiltur hefur verið ákærður af bresku lögreglunni fyrir fimm sýruárásir í London síðastliðið fimmtudagskvöld.

Breyta skipsbrú í heilsárshús með öllum nútíma þægindum

Fjölskyldan sem á jörðina Brekkukot undir Eyjafjöllum býr á Selfossi en fer allar helgar og í öllum fríum í sveitina sína. Þau dvelja í hjólhýsi á meðan húsbóndinn gerir upp gömlu skipsbrúna sem verður breytt í heilsárs hús. Þar verður pláss fyrir þrjá með öllum þægindum sem hægt er að hugsa sér. Brúin mun fá nafnið Skarfur VE 128.

Slegist um sætin á sumarjazzi

Veitingastaðurinn Jómfrúin bregður ekki út af vananum í ár og stendur fyrir tónleikaröð í allt sumar. Á laugardögum safnast allt að þrjú hundruð manns saman til að hlýða á jazzstóna

Fjórföld veiðigjöld hjá skuldsettum útgerðum

Veiðigjöld einstakra útgerða gætu fjórfaldast á þessu fiskveiðiári; annars vegar vegna hækkunar á þeim og hins vegar vegna þess að afsláttur í tengslum við skuldir útgerðanna rennur út. Þingmaður vill framlengja aflsáttinn eða að tekið verði upp frítekjumark til að hjálpa smærri útgerðum strax í haust.

Börn fá ókeypis námsgögn í Hveragerði

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að öll börn í Grunnskólanum í Hveragerði fái ókeypis námsgögn þegar skólastarf hefjist að loknu sumarfríi.

Vinir og stuðningsmenn Liu Xiaobo æfir yfir ákvörðun stjórnvalda

Vinir og stuðningsmenn kínverska aðgerðasinnans Liu Xiaobo eru æfir út í kínversk stjórnvöld sem tóku þá ákvörðun, í miklum fljótheitum, að dreifa ösku Xiaobo í hafið norðaustur af Kína. Vinir hans telja að yfirvöld hafi farið sér óðslega til að aftra því að Xiaobo fengi viðeigandi grafreit. Þetta kemur fram á vef The Guardian.

Metþátttaka í Laugavegshlaupinu í dag

Tæplega fimm hundruð keppendur af rúmlega þrjátíu þjóðernum voru ræstir út í Laugavegshlaupið frá Landmannalaugum í morgun. Þátttakan hefur aldrei verið meiri en í ár.

Látinn eftir slys á gámastöðinni á Selfossi

Ungi maðurinn sem slasaðist alvarlega á gámasvæðinu á Selfossi á þriðjudag er látinn. Lögreglan á Suðurlandi segir ekki unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu.

„Lygi eftir lygi eftir lygi“

Fréttaþulur Fox News hélt reiðilestur um blekkingarleik Donalds Trump og félaga vegna frétta af tengslum við Rússa í útsendingu í gær. Stöðin hefur almennt verið forsetanum vilholl.

Sjá næstu 50 fréttir