Innlent

Fóru niður Aldeyjarfoss á kajökum

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Aldeyjarfoss er rúmlega tuttugu metra hár.
Aldeyjarfoss er rúmlega tuttugu metra hár. Benedikt Hálfdánarson
Tveir bandarískir bræður fóru niður Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti á kajökum á föstudaginn að sögn Benedikts Hálfdánarsonar. Mennirnir vinna hjá Red Bull og Adidas og voru aðilar frá GoPro myndavélaframleiðandanum að taka háskaleikinn upp. Þetta kemur fram á 641.is.

Aldeyjarfoss er rúmlega tuttugu metra hár og straumþungur. Sluppu þeir heilir á húfi.

Myndband af uppátækinu má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×