Innlent

Norskri flugvél með bilaðan hreyfil lent í Keflavík

Kjartan Kjartansson skrifar
Vélin er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Myndin er úr safni.
Vélin er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Myndin er úr safni. Vísir/GVA
Viðbúnaðarstigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli á tíunda tímanum í morgun eftir að flugstjóri Norwegian-farþegaflugvélar á leið frá Los Angeles í Bandaríkjunm til Stokkhólms í Svíþjóð, tilkynnti um bilun í hreyfli. Fyrir mistök var í fyrstu lýst yfir neyðarstigi eins og slys hefði þegar orðið á flugvellinum en það var afturkallað og viðbúnaðarstig lækkað.

Allir viðbragðsaðilar á Suðurnesjum voru kallaðir út en flugvélin lenti svo án tíðinda fyrir skömmu. Þessa stundina er verið að skoða flugvélina á brautarenda eins og reglur gera ráð fyrir. Rúmlega tvö hundruð farþegar ásamt áhöfn eru um borð. Það kemur í ljós síðar í dag hvernig farþegarnir komast á leiðarenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×