Innlent

Tvö umferðaróhöpp í Kömbunum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Tvö umferðaróhöpp urðu á Hellisheiði í kvöld.
Tvö umferðaróhöpp urðu á Hellisheiði í kvöld. Vísir/KH
Tvö umferðaróhöpp urðu í Kömbunum í kvöld. Engan sakaði, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi.

Fyrra slysið varð upp úr klukkan átta þegar bíll hafnaði utan vegar í beygju. Tæplega klukkustund síðar keyrði annar ökumaður á víravegrið, en bíllinn festist í vírnum og þurfti að kalla til dráttarbíl til þess að losa hann. Aðstæður á Hellisheiði eru með ágætum þessa stundina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×