Innlent

Ók inn um glugga verslunar á Engjateigi

Ingvar Þór Björnsson skrifar
vatnslagnir fóru í sundur og gríðarlegt vatnsjón er yfir allri búðinni
vatnslagnir fóru í sundur og gríðarlegt vatnsjón er yfir allri búðinni Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Mikið tjón varð á versluninni Hjá Hrafnhildi á Engjateigi þegar viðskiptavinur ók inn í verslunina um tólf leytið. Viðskiptavinurinn ætlaði að leggja í stæði en ók óvart inn í búðina.

Ása Björk Antoníusdóttir eigandi verslunarinnar segir að um mjög mikið tjón sé að ræða. „Ofnalagnir fóru í sundur og gríðarlegt vatnsjón er á búðinni. Við erum nýbúin að opna nýuppgerða sex hundruð fermetra verslun svo það var allt glænýtt inni í versluninni,“ segir Ása.

Að sögn Ásu verður verslunin lokuð fram yfir helgi en stefnt er að því að opna hana sem fyrst.

Enginn slasaðist við óhappið.

Verslunin verður lokuð fram yfir helgi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×