Fleiri fréttir

Lögreglan óskar eftir vitnum að bílveltunni á Hringbraut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að bílveltu sem varð á Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur þann 10. apríl síðastliðinn en bifreið var þá ekið í gegnum grindverk og yfir á öfugan vegarhelming þar sem hún endaði á hvolfi við hús númer 105.

Breska þingið samþykkti að flýta kosningum

Þingmenn neðri deildar breska þingsins samþykktu nú rétt í þessu tillögu Theresu May, forsætisráðherra, um að flýta þingkosningum og halda þær þann 8. júní næstkomandi.

Zuckerberg tjáir sig um Facebook-morðið í Cleveland

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að hann og allir starfsmenn fyrirtækisins samhryggist fjölskyldu og vinum Robert Goodwin sem skotinn var til bana í Cleveland í Ohio á föstudaginn langa en morðinginn, Steve Stevens, sýndi frá morðinu á Facebook.

May staðfestir að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, staðfesti í viðtali í morgun að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum fyrir komandi þingkosningar í landinu en fastlega er búist við því að breska þingið muni í dag samþykkja tillögu May um að flýta kosningum og verða þær þá haldnar þann 8. júní næstkomandi.

Sérsveitin fær fjóra nýja bíla og nýja búninga

Sérsveit ríkislögreglustjóra mun í vikunni taka í gagnið tvo nýja bíla af gerðinni Ford Police Interceptor. Alls fékk sérsveitin fjóra nýja bíla afhenta í byrjun árs og verða hinir tveir teknir í notkun síðar en á meðal þess sem þarf að setja upp í bílunum er sérsmíðaður vopnaskápur og talstöðvakerfi.

Rannsókn lögreglu að mestu lokið

Ólíklegt þykir að gæsluvarðhaldsúrskurði á hendur tveimur karlmönnum, sem grunaðir eru um alvarlega líkamsárás í Kjarnaskógi á föstudaginn langa, verði fullnýtt.

Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983

Víst þykir að breska þingið samþykki að boða til snemmbúinna kosninga. Íhaldsflokkurinn hefur í undanförnum könnunum mælst með öruggt forskot. May vonast til að kosningarnar styrki umboð hennar fyrir viðræður við ESB.

Sjötíu hælisleitendur sendir úr landi með vasapening

Hælisleitendur sem samþykkja sjálfir brottflutning frá Íslandi fá 23.000 krónur í vasapening þegar þeir eru sendir burt frá landinu. Útlendingastofnun nálgast að vera búin að fullnýta samning um brottflutning á fyrstu mánuðum ársins.

Sjá næstu 50 fréttir