Erlent

Benedikt páfi emeritus fagnaði afmælisdeginum með einum ísköldum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Benedikt páfi Emeritus fær sér bjór með góðum vinum. Bróðir hans, Georg, situr honum á vinstri hönd og hefur sett upp sólgleraugu.
Benedikt páfi Emeritus fær sér bjór með góðum vinum. Bróðir hans, Georg, situr honum á vinstri hönd og hefur sett upp sólgleraugu. Vísir/AFP
Benedikt páfi emeritus fagnaði níræðisafmæli sínu í Vatíkaninu í gær. Hann fékk sér bjór og bæverskar kringlur með eldri bróður sínum, hinum níutíu og þriggja ára Georg Ratzinger, í tilefni dagsins.

Hinn eiginlegi afmælisdagur Benedikts var á sunnudaginn, á sjálfan páskadag, en aðstoðarmaður hans taldi viðeigandi að halda frekar upp á afmælið daginn eftir.

Benedikt hefur búið í Vatíkanínu síðan hann sagði af sér árið 2013, fyrstur páfa í sexhundruð ár.

Sérstök sendinefnd frá Bæjaralandi í Þýskalandi, heimaslóðum hins fyrrverandi páfa, var einnig viðstödd samkvæmið.

Frans páfi heimsótti kollega sinn fyrr í mánuðinum og færði honum árnaðaróskir í tilefni afmælisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×