Erlent

Þrír látnir eftir skotárás í Kaliforníu-fylki í Bandaríkjunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þrír eru látnir eftir skotárásina í miðborg Fresno í Kaliforníu-fylki
Þrír eru látnir eftir skotárásina í miðborg Fresno í Kaliforníu-fylki
Þrír eru látnir og einn særður eftir skotárás í borginni Fresno í Kaliforníu-fylki í Bandaríkjunum á þriðjudag. AP fréttaveita greinir frá.

Yfirvöld segja árásarmanninn, hinn 39 ára Kori Ali Muhammad, hafa tjáð lögreglu að hann „hataði hvítt fólk.“ Þá er hann einnig sagður hafa hrópað upp yfir sig á arabísku þegar verið var að handtaka hann.

Í frétt BBC um málið kemur fram að fórnarlömbin hafi öll verið hvítir karlmenn.

Muhammad var handtekinn fljótlega eftir árásina sem hófst um 10:45 að staðartíma. Hann var eftirlýstur vegna morðs á öryggisverði í miðborg Fresno nokkrum dögum áður.

Sayed Ali Ghazvini, trúarleiðtogi íslömsku menningarmiðstöðvarinnar í Fresno, segir Muhammad ekki hafa verið meðlimur safnaðarins.

„Við erum slegin yfir því að þetta hafi gerst,“ sagði Ghazvini. „Okkur þykir mjög fyrir því að þetta hafi gerst. Við vottum fórnarlömbunum samúð okkar, við biðjum fyrir þeim og fjölskyldum þeirra.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×