Innlent

Lögreglan óskar eftir vitnum að bílveltunni á Hringbraut

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi við Hringbraut þann 10. apríl.
Frá vettvangi við Hringbraut þann 10. apríl. vísir/stefán
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að bílveltu sem varð á Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur þann 10. apríl síðastliðinn en bifreið var þá ekið í gegnum grindverk og yfir á öfugan vegarhelming þar sem hún endaði á hvolfi við hús númer 105.

Slysið varð klukkan 11:56 og biður lögreglan þá sem urðu vitni að því að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000, senda tölvupóst í netfangið jonatan.gudnason@lrh.is eða senda einkaskilaboð á fésbókarsíðu embættisins.


Tengdar fréttir

Bilvelta á Hringbraut

Dælubíll frá slökkviliðinu var sendur á vettvang vegna olíuleka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×