Innlent

Rannsókn lögreglu að mestu lokið

Sveinn Arnarsson skrifar
Maðurinn gæti átt yfir höfði sér þungan fangelsisdóm fyrir alvarlega líkamsárás.
Maðurinn gæti átt yfir höfði sér þungan fangelsisdóm fyrir alvarlega líkamsárás. vísir/pjetur
Ólíklegt þykir að gæsluvarðhaldsúrskurði á hendur tveimur karlmönnum, sem grunaðir eru um alvarlega líkamsárás í Kjarnaskógi á föstudaginn langa, verði fullnýtt. Stúlka um tvítugt hefur verið leyst úr varðhaldi og eftir sitja 18 ára piltur og 27 ára karlmaður.

„Við erum að ná mjög góðri mynd af því hvað raunverulega gerðist og hver ástæða árásarinnar er,“ segir Guðmundur Svanlaugsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, sem sér um rannsókn málsins. „Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út þann 21. og við teljum ólíklegt að við nýtum allan þann tíma.“

Sannað þykir að 18 ára pilturinn hafi veitt manni alvarlega áverka á læri með því að reka hníf í tvígang inn í læri fórnarlambsins við grillaðstöðu í Kjarnaskógi við Akureyri. Áttu mennirnir stefnumót á staðnum og þekktust áður.

Líðan fórnarlambsins er eftir atvikum góð, snör handtök vitna og skjót viðbrögð sjúkraflutningamanna auk þess hvað honum var fljótt komið undir læknishendur er talið hafa bjargað lífi mannsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×