Erlent

Sakaður um að hafa banað 15 manns

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Azimov neitaði því fyrir dómi að hafa skipulagt árásirnar.
Azimov neitaði því fyrir dómi að hafa skipulagt árásirnar. vísir/epa
Rússland Abror Azimov sem er grunaður um að hafa skipulagt hryðjuverkaárás á neðanjarðarlestakerfið í Sankti Pétursborg í Rússlandi gaf skýrslu í réttarhöldunum í Basmanny-dómnum í Moskvu í gær.

Sautján manns fórust og um 50 særðust í sprengingunni sem varð á lestarstöðinni hinn 3. apríl síðastliðinn.

Azimov neitaði því fyrir dómi að hafa skipulagt árásirnar. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað ég var að gera. Ég fékk leiðbeiningar,“ sagði hann við réttarhöldin í gær. Áður hafði verið fullyrt að Azimov hefði játað að hafa skipulagt sprengjuárásina.


Tengdar fréttir

Lestarstjórinn í Rússlandi sagður drýgja hetjudáð

Að minnsta kosti ellefu fórust og á fimmta tug særðust þegar sprengja sprakk í neðanjarðarlest í Sankti Pétursborg í gær. Yfirvöld í Rússlandi segja um hryðjuverk hafi verið að ræða. Stöðva þurfti allar lestarsamgöngur í borginni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×