Innlent

Vill sjö milljónir í bætur vegna hættulegrar líkamsárásar á umferðarljósum á Reykjanesbraut

Birgir Olgeirsson skrifar
Farið er fram á að sá sem sakaður er um árásina greiði tveimur ólögráða börnum mannsins sem fyrir árásinni varð þjáningar- og miskabætur upp á samtals þrjár milljónir króna.
Farið er fram á að sá sem sakaður er um árásina greiði tveimur ólögráða börnum mannsins sem fyrir árásinni varð þjáningar- og miskabætur upp á samtals þrjár milljónir króna. Vísir/GVA
Varahéraðssaksóknari hefur ákært Daníel Rafn Guðmundsson fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á umferðarljósum á Reykjanesbraut, neðan við Byko Breiddinni í Kópavogi, í nóvember árið 2011.

Þar á Daníel Rafn, samkvæmt ákæru, að hafa veist með ofbeldi að karlmanni á fimmtugsaldri þar sem hann sat sem farþegi í bíl og slegið hann nokkrum hnefahöggum í andlitið og sparkað ítrekað í andlit hans og höfuð.

Þetta hafði þær afleiðingar, að sögn saksóknara, að karlmaðurinn sem varð fyrir árásinni hlaut sár á hægra augnlok, sár á nef sem sauma þurfti saman, brot í hægri augntóft, brot á nefbeini auk þess sem tennur brotnuðu.

Sá sem varð fyrir árásinni fer fram á tvær milljónir króna í miskabætur frá Daníel Rafni. Þá fer sá sem fyrir árásinni varð einnig fram á að Daníel Rafn verði dæmdur til að greiða honum skaðabætur vegna kostnaðar við tannviðgerðir upp á 2,1 milljón króna.

Auk þess er farið fram á að Daníel greiði tveimur ólögráða börnum mannsins sem fyrir árásinni varð þjáningar- og miskabætur upp á samtals þrjár milljónir króna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×