Erlent

Ellefu látnir eftir miklar aurskriður í Kólumbíu

Atli Ísleifsson skrifar
Þau hús sem urðu verst úti voru þau sem byggð voru í bröttum hlíðum.
Þau hús sem urðu verst úti voru þau sem byggð voru í bröttum hlíðum. Vísir/AFP
Að minnsta kosti ellefu eru látnir og tuttugu er saknað eftir að aurskriður féllu í kólumbísku borginni Manizales í vestanverðu landinu í morgun.

Reuters greinir frá þessu.

Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn landsins hyggst forsetinn Juan Manuel Santos heimsækja borgina en að minnsta kosti 57 hús hafa eyðilagst. Mikið úrhelli hefur verið í landinu síðustu daga,

Innan við þrjár vikur eru síðan þrjú hundruð manns fórust og þúsundir manna misstu heimili sín í aurskriðum í borginni Mocoa í suðvesturhluta landsins.

Haft er eftir borgarstjóra Manizales, José Octavio Cardona, að hann óttist að tala látinna kunni að hækka. Segir hann að þau hús sem urðu verst úti voru þau sem byggð voru í bröttum hlíðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×