Ólafur Stephensen

Fréttamynd

Skýr krafa um þjóðaratkvæði

Engum sem var staddur á átta þúsund manna mótmælafundi á Austurvelli á laugardaginn gat dulizt hvílíkur hugur var í fólkinu sem þar var saman komið eða hversu mikill þungi er í kröfunni um að ríkisstjórnin dragi til baka tillögu sína um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og efni í staðinn til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þora þau ekki að hlusta á fólkið?

Niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sýna svo ekki verður um villzt að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill fá að taka sjálfur ákvörðun um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Þannig vilja tæplega 82 prósent svarenda að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Húsvernd fyrir heimakjördæmið

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi skammaði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hér í blaðinu í gær fyrir það hvernig staðið er að fjármögnun áhugamáls ráðherrans, eflingu húsverndar. Flestir ættu raunar að geta skrifað upp á að varðveizla menningararfsins sem felst í gömlum húsum sé hið bezta mál og gott að æðsti maður framkvæmdavaldsins beiti sér fyrir því. En ríkisendurskoðandi er ekki einn um að gagnrýna hvernig að húsverndarstyrkjunum er staðið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sérhagsmunamatið

Sjálfstæðisflokkurinn býr sig nú undir að stíga lokaskrefið í átt að markmiðinu um að festast í rúmlega fjórðungsfylgi. Með þeirri stefnu að neita þjóðinni um að greiða atkvæði um aðildarsamning við Evrópusambandið - og nú með því að svíkja kosningaloforðið um að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna yrði haldin á kjörtímabilinu - hefur forysta flokksins fælt frá honum stóran hóp kjósenda. Það er fólk sem telur að Ísland eigi heima í ESB - eða hefur jafnvel ekki gert upp hug sinn, en vill fá að sjá aðildarsamninginn og kjósa um hann.

Skoðun
Fréttamynd

Óttinn við ómöguleikann

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í vandræðalegu viðtali í Kastljósi í fyrrakvöld. Hann var þar ítrekað beðinn að útskýra hvers vegna hann hygðist ganga á bak því kosningaloforði sínu að þjóðin fengi að kjósa á kjörtímabilinu um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið.

Skoðun
Fréttamynd

Slitastjórnin

Nú er algjörlega skýrt að tal stjórnarflokkanna beggja fyrir kosningar um að þjóðin fengi að taka ákvörðun í atkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið var tómt fals, til þess ætlað að slá ryki í augu kjósenda.

Skoðun
Fréttamynd

Stóru spurningunum ósvarað

Skýrsla Hagfræðistofnunar um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið og þróun þess er, eins og við var að búast, ekkert tímamótaplagg. Þar kemur ekkert nýtt fram um viðfangsefnið, þótt gagnlegt sé að fyrirliggjandi fróðleikur og staðreyndir séu dregnar saman.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vandamáli ýtt inn í framtíðina

Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að þrátt fyrir ákvæði laga og aðalnámskrár grunnskóla fengju börn innflytjenda afar takmarkaða kennslu í eigin móðurmáli. Um sex prósent barna í íslenzkum grunnskólum hafa annað móðurmál en íslenzku. Alls konar rannsóknir sýna fram á mikilvægi þess að börn fái haldgóða kennslu í eigin móðurmáli,

Fastir pennar
Fréttamynd

Við erum í ykkar liði – vitleysingar

Klappað var í salnum á Viðskiptaþingi í gær þegar Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, ítrekaði þá afstöðu ráðsins að ljúka hefði átt aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og halda þannig opnum möguleika Íslands á að taka upp evruna tvíhliða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tabúið ógurlega

Meirihluti landsmanna, eða 51 prósent, er hlynntur því að skólagjöld séu innheimt í háskólum, samkvæmt könnun sem Capacent gerði fyrir Viðskiptaráð og Fréttablaðið sagði frá í gær. Aðeins rúmur þriðjungur var andvígur slíkri fjármögnun háskóla og 16 prósent tóku ekki afstöðu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í spennitreyju haftanna

Í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, hefur undanfarnar vikur verið fjallað um áhrif gjaldeyrishaftanna á íslenzkt efnahags- og viðskiptalíf. Í síðasta blaði var sjónum beint að áhrifum haftanna á lífeyrissjóðina, umsvifamestu fjárfesta landsins, sem jafnframt gæta gríðarlegra hagsmuna nánast allra launþega í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Tollvernd fyrir buffalabændur

Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, sagði frá því í gær að smásölufyrirtækið Hagar hefði farið fram á við atvinnuvegaráðuneytið að það felldi niður tolla á innfluttum ostum úr geita-, buffala- og ærmjólk.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vandi sem ekki á að þegja um

Þess eru dæmi að kennarar beiti börn ofbeldi eða leggi þau í einelti og slíkt á að sjálfsögðu ekki að líðast. Dæmin þar sem kennarar verða fyrir ofbeldi af hálfu nemenda sinna hafa hins vegar ekki fengið jafnmikla athygli og ýmislegt bendir til að slíkt sé óskaplegt feimnismál.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aum undanbrögð

Þrír fjórðuhlutar íslenzkra kjósenda vilja fá að greiða atkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnakosningunum í vor, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem var gerð í síðustu viku. Yfirgnæfandi meirihluti stuðningsmanna allra flokka vill kosningu um málið í vor.

Fastir pennar
Fréttamynd

Beint lýðræði í litlu málunum

Þegar rætt er um beint lýðræði er oft einblínt á það sem aðferð til að leysa úr stórum ágreiningsmálum, jafnvel málum sem eru svo mikil ágreiningsmál að þau kljúfa flesta flokka og eina leiðin til að höggva á hnútinn er að almenningur kjósi. Þjóðaratkvæðagreiðslur, sem við höfum skyndilega öðlazt nokkra reynslu af, útheimta mikla skipulagningu og umstang og eru dýrar í framkvæmd.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gjaldeyrishöft og glötuð tækifæri

Fréttablaðið hefur í vikunni fjallað um gjaldeyrishöftin frá ýmsum hliðum. Í fréttaskýringu í Markaðnum kom fram að erfitt væri að mæla nákvæmlega kostnað íslenzks viðskiptalífs af höftunum. Hann felst ekki sízt í glötuðum tækifærum, af því að íslenzkir fjárfestar eru fastir innan haftanna og erlendir hætta sér ekki inn fyrir þau.

Skoðun
Fréttamynd

Frjáls viðskipti, frjálsir borgarar

Alþingi staðfesti í gær fríverzlunarsamning Íslands og Kína, sem undirritaður var í vor. Miklir efnahagslegir hagsmunir felast í samningnum. Verð á kínverskum vörum mun væntanlega lækka hér á landi og vonir eru bundnar við að útflutningur íslenzkra fyrirtækja til Kína aukist verulega og rétti af hallann á viðskiptum landanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Betri innflytjendastefna

Fyrirhugaðar breytingar á útlendingalögum, sem meðal annars eru hugsaðar til að bregðast við mikilli fjölgun hælisleitenda á Íslandi síðustu tvö ár, eru til mikilla bóta.

Skoðun
Fréttamynd

Fíll í felum

Fyrirheit stjórnarflokkanna um afnám verðtryggingar á neytendalánum hefur frá upphafi verið innantómt. Ástæðan er að það gengur þvert á þá stefnu ríkisstjórnarinnar að halda í íslenzku krónuna sem gjaldmiðil og hafna öðrum kostum sem eru í boði.

Skoðun
Fréttamynd

Lítið meira að sækja

Ákaflega snúin staða er komin upp á vinnumarkaðnum eftir að félög hátt í helmings Alþýðusambandsfólks felldu nýgerða kjarasamninga. Það er raunveruleg hætta á að sú tilraun til að auka kaupmátt með því að varðveita stöðugleika og koma í veg fyrir verðhækkanir fari út um þúfur.

Fastir pennar
Fréttamynd

D mínus í siðgæði

Í síðustu viku sló Illugi Gunnarsson út af borðinu hugmyndir starfsmanna menntamálaráðuneytisins um að nemendum sem ljúka framhaldsskólaprófi yrði gefin umsögn sem sneri að persónuleika þeirra, siðferði og lífsskoðunum. Í gær sagði Fréttablaðið frá því að sambærilegar hugmyndir hefðu ratað inn í nýja aðalnámskrá grunnskóla, sem tekur gildi á næsta skólaári. Gildistöku ákvæða hennar um breytt námsmat hefur reyndar verið frestað til vors 2016.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kartafla í útrýmingarhættu?

Fréttablaðið sagði frá því gær að kartöflurækt á Íslandi ætti í erfiðleikum. Óhagstætt veðurfar síðustu ár og lágt verð á kartöflum hefur komið niður á afkomu greinarinnar, framleiðendum hefur fækkað úr um 200 í 32 á áratug. Það helgast að einhverju leyti af því að fyrirtækin hafa stækkað í viðleitni til að ná aukinni hagkvæmni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bankaskattsfúsk

Farsinn í kringum frískuldamark bankaskattsins er vandræðalegur fyrir stjórnarmeirihlutann á Alþingi.

Skoðun
Fréttamynd

Skrúfað fyrir bull

Atli Harðarson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, gerði vel í því að gagnrýna furðulegar tillögur frá menntamálaráðuneytinu um hvað ætti að standa í umsagnarbréfi um nemendur sem klára framhaldsskólapróf.

Skoðun
Fréttamynd

Vitum við að vatnið er hreint?

Gnótt af vatni er ein mikilvægasta auðlind Íslands. Í hátíðarræðum, túristabæklingum og spjalli okkar hvers og eins við útlendinga er ítrekað fullyrt að Íslendingar eigi hreinasta og bezta vatn í heimi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Herlausa borgin

Jón Gnarr strengdi þess heit í upphafi árs að koma því í gegn áður en borgarstjóratíð hans lyki að Reykjavík yrði lýst herlaus borg. Af ummælum sem borgarstjórinn hefur látið falla má ætla að í því felist að hermenn séu almennt ekki velkomnir í Reykjavík, herflugvélar megi ekki lenda á Reykjavíkurflugvelli og herskip ekki leggjast að í Reykjavíkurhöfn. Bono í U2 finnst þetta víst frábær hugmynd.

Fastir pennar
Fréttamynd

Máli drepið á dreif

Umræður um hver eigi að vera næstu skrefin í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins taka æ furðulegri stefnu. Fyrir kosningar voru lykilmenn í báðum núverandi stjórnarflokkum á því að gera ætti hlé á aðildarviðræðunum og efna svo til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald þeirra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þvingun eða val?

Undanfarið hefur verið fjallað talsvert um svokallaða ungbarnaleikskóla, sem taka við börnum um eins árs aldurinn eða jafnvel fyrr, strax eftir að fæðingarorlofi foreldra lýkur. Alþingi samþykkti fyrir jólin ályktun um að fela menntamálaráðherra, í samstarfi við Samband íslenzkra sveitarfélaga, að "meta kosti þess að bjóða leikskólavist strax og fæðingarorlofi lýkur.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Höft og hlutabréfamarkaður

Merki eru farin að sjást um að eignabóla geti orðið til á íslenzka hlutabréfamarkaðnum. Það er mat tveggja sérfræðinga sem rætt var við í Fréttablaðinu í gær, þeirra Stefáns Brodda Guðjónssonar hjá greiningardeild Arion banka og Jóhanns Viðars Ívarssonar hjá IFS greiningu.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki spilla þjóðarsáttinni

Þegar skrifað var undir kjarasamningana á almenna vinnumarkaðnum fyrir jólin var mjög skýrt að ein forsenda þess að þeir væru gerðir – og að hægt yrði að gera nýja og jafnskynsamlega samninga eftir ár – væri að verðhækkunum yrði haldið í skefjum. Ef verðbólgan fer af stað, er kaupmáttaraukningin sem í samningunum felst fljót að hverfa.

Fastir pennar