Sveitarstjórnarkosningar 2022

Fréttamynd

Fækkum bílum

Mig langar að biðja lesendur á höfuðborgarsvæðinu að líta út um gluggann. Það eru yfirgnæfandi líkur á að meirihluti þess svæðis sem þú horfir á fari undir einn samgöngumáta - bílinn.

Skoðun
Fréttamynd

Björg­vin Páll veltir borgar­stjóra­stólnum fyrir sér

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, veltir fyrir sér hvort hann vilji verða borgarstjóraefni Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann spyr sjálfan sig og aðra: Er ég efni í næsta borgarstjóra í Reykjavík?

Innlent
Fréttamynd

Sterkur leiðtogi skiptir máli

Kæri lesandi, fram undan er prófkjör hjá stærsta stjórnmálaaflinu í Mosfellsbæ. Það er ánægjulegt að sjá hve margir hæfir einstaklingar, ungir, gamlir, reyndir og óreyndir bjóða sig fram til starfa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.

Skoðun
Fréttamynd

Mos­fellingar - ykkar er valið

Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ heldur prófkjör 4.- 5. febrúar þar sem kosið verður á lista fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fara fram þann 14. maí.

Skoðun
Fréttamynd

Lilja Björg vill á­fram leiða í Borgar­byggð

Lilja Björg Ágústsdóttir gefur kost á sér til forystu lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Uppstillingarnefnd flokksins vinnur nú að tillögu sem kemur í ljós von bráðar.

Innlent
Fréttamynd

Meiri Borgar­lína

Ég hef leyft mér að fullyrða að Borgarlínan sé mikilvægasta verkefni samtímans á höfuðborgarsvæðinu. Ekki einungis er hún lausn við þeim hnút sem samgöngur á svæðinu hafa lengi stefnt í, heldur liggur alveg skýrt fyrir að við munum ekki ná að fylgja eftir skuldbindingum okkar í loftslagsmálunum án hennar.

Skoðun
Fréttamynd

Mark­miðið er skýrt

Þegar ég fluttist fyrst í Garðahrepp, nú Garðabæ, bjuggu hér um 4.000 manns. Þá bjuggu um 250 manns í Bessastaðahreppi. Þjónusta sveitarfélaganna tveggja sem nú mynda Garðabæ var eðlilega mun einfaldari í sniðum þá. Nú tæpum 50 árum síðar eru íbúarnir orðnir ríflega 18 þúsund og öll þjónusta og samfélagsgerð er orðin umfangsmeiri og flóknari.

Skoðun
Fréttamynd

Látum verkin tala

Því er stundum haldið fram með réttu, að meirihluti Íslendinga eru jafnaðarmenn í hjarta. Vilja frelsi til athafna og jafnan rétt allra til náms, starfa og lífsgæða. Og rétta hjálparhönd til þeirra sem eiga á brattann að sækja.

Skoðun
Fréttamynd

Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kópa­vogi

Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að leiða lista Vinstri grænna í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara 14. maí næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Lífið í Urriðaholti

Garðabær er sístækkandi bæjarfélag. Á síðasta ári stækkaði sveitarfélagið hlutfallslega mest meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sjálf bý ég í Urriðaholti sem er nýjasta hverfi í Garðabæ, hverfi sem byggir á þeirri hugsjón að íbúðabyggð eigi að hámarka lífsgæði fólks og ekki þurfi að fara langt til að sækja þjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Marta íhugar að fara fram gegn Hildi

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, liggur nú undir feldi og íhugar að bjóða sig fram í oddvitasætið í Reykjavík. Ef af verður fer hún fram gegn Hildi Björnsdóttur, sem skipaði annað sætið á lista flokksins fyrir síðustu kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Ás­dís hættir hjá SA og vill verða bæjar­stjóri

Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hyggst gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar og verða þar af leiðandi bæjarstjóraefni flokksins. Þetta herma öruggar heimildir Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Svarar Kol­brúnu Berg­þórs­dóttur fullum hálsi

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segist hafa hlegið upphátt við lesturs nýlegs leiðara Kolbrúnar Bergþórsdóttur blaðamanns. Í pistlinum segir Kolbrún forystumenn meirihluta borgarstjórnar daufa og litlausa í skugga borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Ellý vill annað sætið hjá Framsókn í Árborg

Ellý Tómasdóttir ætlar að gefa kost á sér í annað sætið í prófkjöri Framsóknar í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ellý er með bakkalárgráðu í sálfræði, meistaragráðu í mannauðsstjórnun og starfar sem forstöðumaður í Frístundaklúbbi á Selfossi. 

Innlent
Fréttamynd

Meiri borg

Stærð borga snýst að mörgu leiti meira um afstöðu íbúanna frekar en íbúafjölda, hæð húsa eða flatarmál. Ég hef komið í litla bæi sem eru meiri borg en Reykjavík en líka stórar, fjölmennar borgir sem eru meiri þorp. Ég vil að Reykjavík verði meiri borg.

Skoðun