Körfubolti

Fréttamynd

Stúdínur lögðu KR

ÍS lagði KR í 1. deild kvenna í körfuboltanum í kvöld. Lokatölur voru 79-66 en Stúdínur lögðu með þrem stigum í hálfleik, 35-32.

Sport
Fréttamynd

Lok, lok og læs hjá Njarðvík

Njarðvíkingar tóku Fjölnismenn í kennslustund í varnarleik í Laugardalshöllinni í gær þegar liðin mættust í bikarúrslitaleiknum í karlaflokki í körfu. Njarðvíkingar fóru með sigur af hólmi, 90-64, eftir að hafa haft yfir, 43-39, í hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Erfiðir mótherjar á EM í sumar

<font face="Helv"> Íslenska körfuboltalandsliðið skipað leikmönnum sextán ára og yngri, sem vann það frækna afrek að bera sigur úr býtum í B-deild Evrópukeppninnar síðasta sumar á erfitt verkefni fyrir höndum í A-deildinni á þessu ári en dregið var í riðla í Prag í Tékklandi í gær. </font>

Sport
Fréttamynd

Iverson með 60 stig

Allen Iverson, leikmaður Philadelphia 76ers í NBA-deildinni, setti persónulegt met í nótt er hann skoraði heil 60 stig í sigurleik gegn Orlando Magic. Iverson, sem er stigahæsti leikmaður NBA í ár, átti áður 58 stig best en hann gaf einnig 6 stoðsendingar og stal 6 boltum í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Helena fór fyrir Haukunum

Helena Sverrisdóttir lagði grunninn að sigri Hauka á Grindavík í hádramatískum úrslitaleik kvenna í gær með frábærum alhliða leik. Helena skoraði 22 stig, gaf ellefu stoðsendingar og tók níu fráköst og stóðst pressuna á ögurstundu þegar hún setti niður tvö vítaskot þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum.

Sport
Fréttamynd

Saunders rekinn frá Minnesota

Forráðamenn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni ráku í gær aðalþjálfara liðsins, Flip Saunders, en Saunders hefur þjálfað Minnesota síðan 1995, nær allar götur síðan félagið var stofnað. Forráðamenn Wolves misstu þolinmæðina þegar liðið, sem komst í úrslt Vesturdeildarinnar í fyrra, tapaði með 18 stigum fyrir Utah Jazz í fyrrinótt.

Sport
Fréttamynd

Haukar bikarmeistarar

Haukastúlkur urðu í dag bikarmeistarar er þær báru sigurorð af Grindavík í æsispennandi úrslitaleik, 72-69. Helena Sverrisdóttir leiddi Hauka til sigurs með 22 stig og tveimur vítaskotum á ögurstundu en Myriah Spence var atkvæðamest í liði Grindavíkur með 33 stig.

Sport
Fréttamynd

Njarðvík yfir í hálfleik

Njarðvíkingar hafa yfir í hálfleik gegn Fjölni í úrslitaleik bikarkeppni karla í körfuknattleik, 43-39. Njarðvíkingar komu sterkir til leiks og skoruðu átta fyrstu stig leiksins en þá tóku Fjölnismenn leikhlé og endurskipulögð leik sinni. Fjölnismenn komust síðan yfir um miðbik hálfleiksins en Njarðvíkingar sigu fram úr undir lokin.

Sport
Fréttamynd

San Antonio vann New Jersey

San Antonio vann New Jersey, 101-91, í NBA-körfuboltanum í nótt. Houston sigraði Indiana, 91-83, Boston vann New York, 111-94 og Dallas sigraði Sacramento, 115-113.

Sport
Fréttamynd

Detroit sigraði Lakers örugglega

Aðeins þrír leikir voru í NBA-körfuboltanum í nótt. Orlando vann Atlanta, 101-96, Detroit sigraði Los Angeles Lakers með 103 stigum gegn 81 og Seattle bar sigurorð af Sacramento, 115-107.

Sport
Fréttamynd

Reggie Miller hættir í sumar

Reggie Miller, leikmaður Indiana Pacers í NBA-körfuboltanum, hyggst leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil, ef marka má orð systur hans, Cheryl Miller sem starfar sem íþróttaþulur hjá sjónvarpsstöðinni TNT.

Sport
Fréttamynd

Munnlegt samkomulag við Shaw

Körfuknattleikslið Hauka í intersportdeildinni hafa gengið frá munnlegu samkomulagi um að Bandaríkjamaðurinn Demetric Shaw leiki með liðinu það sem eftir lifir tímabils.

Sport
Fréttamynd

Karl Malone hættur í NBA

Malone hafði fullan hug á að leika með San Antonio Spurs í vetur áður en hann komst að þeirri niðurstöðu að ferillinn væri á enda.

Sport
Fréttamynd

Karl Malone hættur

Bandaríski körfuboltasnillingurinn Karl Malone hefur ákveðið að hætta spilamennsku og mun hann tilkynna það á blaðamannafundi á sunnudaginn að því er fram kom í bandarískum fjölmiðlum síðdegis. Malone er án efa einn öflugasti framherjinn í sögu NBA körfuboltans enda í 2. sæti yfir skorhæstu leikmenn í sögu NBA deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Skemmtilegasti leikur vetrarins

Haukar og Grindavík munu etja kappi í Laugardalshöll í dag en þá ráðast úrslitin í bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í körfuknattleik. Haukastúlkur eru orðnar langeygar eftir bikartitli en þær báru sigur úr býtum árið 1984. Grindvíkingar hafa hins vegar aldrei unnið titilinn en liðið komst í úrslit árið 1994 en mátti lúta í lægra haldi fyrir nágrönnum sínum í Keflavík.

Sport
Fréttamynd

Níu stiga sigur Keflvíkinga

Keflvíkingar tróna á toppnum í Intersport-deildinni í körfubolta með 28 stig en Keflavík sigraði KR, 88-79, í gær. Nick Bradford var stigahæstur í liði Keflavíkur með 25 stig og Magnús Gunnarsson skoraði 22.

Sport
Fréttamynd

Engill til ÍS

Kvennalið ÍS hefur fengið liðsstyrk fyrir lokasprettinn í 1. deild kvenna í körfubolta því liðið hefur fengið til sín bandaríska framherjann Angel Mason sem mun spila með liðinu út tímabilið. Mason mun leika sinn fyrsta leik gegn KR í kvöld. 

Sport
Fréttamynd

Óvæntur sigur Wizards á Spurs

San Antonio Spurs, sem er með besta vinningshlutfallið í NBA-deildinni í körfuknattleik, tapaði fyrir Washington Wizards, 95-87, í nótt. Los Angeles Lakers lögðu New Jersey Nets með eins stigs mun, 104-103, en Lakers léku án Kobes Bryants.

Sport
Fréttamynd

Leik KFÍ og Snæfells frestað

Leik KFÍ og Snæfells í úrvaldsdeild karla í körfuknattleik hefur verið frestað, en Snæfellingar komust ekki vestur vegna veðurs. Ekki hefur verið ákveðinn nýr leiktími.

Sport
Fréttamynd

Fjölnir ætlar sér að fylla Höllina

Fjölnismenn sætta sig ekki við neitt annað en að Laugardalshöllin verði full út úr dyrum á úrslitaleiknum í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar sem fram fer næsta sunnudag en þetta er fyrsti úrslitaleikurinn í sögu félagsins.

Sport
Fréttamynd

Úrslit úr körfunni í kvöld

Þrír leikir fóru fram í úrvaldsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Haukar sigruðu ÍR-inga nokkuð örugglega í Hafnafirði í kvöld með 107 stigum gegn 73. Í keflavík sigruðu heimamenn KR 88-79 og á Sauðakróki sigruðu Grindvíkingar Tindastól 102-101 í miklum spennuleik.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór í 16 manna Evrópuúrval

Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður með Dynamo St. Pétursborg, er einn af 16 bakvörðum sem eru tilnefndir í Evrópuúrvalið fyrir stjörnuleik Körfuknattleikssambands Evrópu, sem fram fer 14. apríl á Kýpur. Kosning í Evrópuúrvalið fer fram á heimasíðu Körfuknattleikssambands Evrópu en hægt að er að fara inn á hana í gegnum heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands, kki.is.

Sport
Fréttamynd

Spurs enn á sigurbraut

San Antonio Spurs halda áfram sigurgöngu sinni í NBA-körfuboltanum. Spurs, án Tim Duncans, sigruðu Charlotte Bobcats með 104 stigum gegn 85. Steve Nash skoraði 33 stig fyrir Phoenix sem sigraði Sacramento 125-123. Cleveland lagði Toronto 104-91, Chicago Bulls sigruðu Dallas með 7 stiga mun, 107-100, og Milwaukee burstaði Boston 121-97.

Sport
Fréttamynd

Keflavíkurstúlkur fá liðsstyrk

Kvennalið Keflavíkur í körfubolta fær nýjan bandarískan leikmann, Alex Stewart, að nafni á næstu dögum. Hún er 24 ára leikstjórnandi og leysir Resheu Bristol af hólmi en Keflavík hefur gengið illa eftir að Bristol þurfti af hætta af persónulegum ástæðum.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór tilnefndur í stjörnulið

Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu Dynamo St. Petersburg, hefur verið tilnefndur í bakvarðarstöðu Evrópuúrvalsins sem mætir úrvali erlendra leikmanna í Stjörnuleik sem fram fer í Limassol á Kýpur þann 14. apríl næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Erla tryggði Grindavík sigur

Erla Þorsteinsdóttir skoraði sigurkörfu Grindavíkur um leið og leiktíminn rann út í 86-88 sigri liðsins á KR í framlengdum leik í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld. Í hinum leik kvöldsins sigruðu Íslandsmeistarar Keflavík granna sína í Njarðvík 102-85 og bundu þar með enda á fjögurra leikja taphrinu.

Sport
Fréttamynd

Ginobili í stjörnuleikinn

Argentíski körfuboltamaðurinn Manu Ginobili, leikmaður San Antonio Spurs, var í dag valinn í lið Vesturdeildarinnar fyrir stjörnuleik NBA sem fram fer í Denver síðar í mánuðinum. Ginobili var einn sex leikmanna, sem valdir voru í dag, sem taka munu þátt í stjörnuleiknum í fyrsta skiptið.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór með 9 stig í sigri

Dynamo St. Pétursborg, lið Jóns Arnórs Stefánssonar, vann í kvöld sinn 14. leik í röð í Evrópudeild FIBA þegar liðið bar sigurorð af Iraklis frá Þessalóníku, Grikklandi, 100-82. Sigurinn var öruggur en Jón Arnór byrjaði á bekknum og lék 28 mínútur og skoraði 9 stig ásamt því að gefa 2 stoðsendingar. Einnig fékk Jón á sig 4 villur.

Sport