Fréttir

Fréttamynd

5 milljóna styrkur til að bæta aðgengi að Gullfossi

Pokasjóður ÁTVR afhenti Umhverfisstofnun fimm milljóna króna styrk í dag til að bæta aðgengi ferðamanna að Gullfossi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra tók við styrknum fyrir hönd stofnunarinnar í umhverfisráðuneytinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Guðni vill varaformennsku

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að sækjast eftir áframhaldandi varaformennsku í Framsóknarflokknum. Hann segist vera að hvetja til sátta með því að fara fram á að halda núverandi stöðu sinni. Hann segir að nái hann ekki kjöri sé það reisupassi hans úr stjórnmálum.

Innlent
Fréttamynd

300 ábendingar í fegrunarátaki í Breiðholti

Breiðhyltingar tóku vel kalli borgarstjóra vegna samráðs um fegrun Breiðholts því þeir fylltu hátíðarsal Breiðholtsskóla í gærkvöldi og komu með um 300 ábendingar um hvað mætti betur fara. Fundurinn var undanfari umhverfis- og fegrunarátaks í Breiðholti laugardaginn 22. júlí. Um það bil 200 fundargestir virtust ánægðir með framtakið.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar í Beirút

Samkvæmt heimildum NFS er Atlanta flugfélagið með flugvél og mannskap á alþjóðaflugvellinum í Beirút, þar sem ísraelskar herþotur vörpuðu sprengjum í morgun. Allir eru heilir á húfi og flugvélin óskemmd hingað til.

Innlent
Fréttamynd

Framtíðarsamningur við UNICEF undirritaður

Á morgun klukkan 14:10 mun framkvæmdarstjóri UNICEF, Ann M Veneman skrifa undir framtíðarsamning við UNICEF á Íslandi. Undirritun samningsins markar tímamót í starfi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Verð á fiskimörkuðum

Framboð á þorski og ýsu minnkaði á öllum mörkuðum í gær. Verð á þorski lækkaði á öllum mörkuðum en ýsan hækkað. Framboð á ufsa minnkaði á Íslandi og lækkaði verð almennt nema á Íslandi þar sem verð á ufsa hækkaði lítillega. Framboð á karfa hefur aukist á öllum mörkuðum og verð hækkað nema á Íslandi þar sem karfaverð hefur lækkað.

Innlent
Fréttamynd

Stófelldar árásir á landamærum Líbanon

Stórfelld eldflauga og stórskotahríð er nú milli liðsmanna Hizbollah og Ísraela, á landamærum Líbanons. Ísraelar hafa teygt sig langt inn í landið, með loftárásum á flugvöllinn í Beirút, auk þess sem herskip þeirra loka höfnum.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldi yfirheyrður vegna hryðjuverkanna

Lögreglan á Indlandi hefur yfirheyrt hundruð manna vegna hryðjuverkanna í Mumbai. Hátt í tvö hundruð manns fórust í tilræðunum. Fjöldi fólks mótmælti hryðjuverkunum í Nýju-Delí í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi lægra en í júní í fyrra

Atvinnuleysi á Íslandi í sumar virðist stefna í það að vera þónokkuð minna en í fyrra. Rúmlega 2.000 manns voru að meðaltali án atvinnu í júní eða 1,3% en á sama tíma í fyrra var 2% atvinnuleysi.

Innlent
Fréttamynd

2000 nemendur Vinnuskólans gengu fylktu liði

Yfir tvö þúsund nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur gengu sem leið lá frá Örfirisey út í Nauthólsvík í morgun í tilefni þess að í dag fer fram miðsumarsmót vinnuskólans. Ætlunin var m.a. að koma við í Ráðhúsinu þar sem heilsa átti upp á borgarstjórann í Reykjavík, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson.

Innlent
Fréttamynd

Afgreiðslustúlka ólöglega vöktuð

Afgreiðslustúlku á veitingastað í Reykjavík var sagt upp störfum þegar upp komst um laumureykingar hennar, afskiptaleysi af áfengisneyslu vinkvenna sinna og ítrekað hnupl, með falinni myndavél inn á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Getur átt von á dauðarefsingu

Réttarhöld hófust í gær yfir unga manninum sem ákærður er fyrir að hafa myrt hina tvítugu Ashley Turner á Keflavíkurflugvelli í fyrra. Hann gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu verði hann fundinn sekur.

Innlent
Fréttamynd

Ljósleiðari hjá Og Vodafone í sundur

Mikilvægur ljósleiðari hjá Og Vodafone rofnaði um níuleytið í morgun og veldur það truflunum á fjarskiptakerfi fyrirtækisins. Geta notendur fastlínu, GSM og ADSL þar af leiðandi búist við miklum truflunum á meðan þjónustan er flutt eftir megni á varaleiðir. Ekki er vitað hvenær viðgerðum lýkur.

Innlent
Fréttamynd

Atlantsolía opnar bensínstöð

Atlantsolía ætlar í dag klukkan tvö að opna nýja bensínstöð á lóð FH við Kaplakrika. Í tilefni af opnuninni verður, tímabundið hægt að næla sér þar í ódýrasta bensín landsins.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum

Næstkomandi föstudag verður Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum haldið í Glaðheimum í Kópavogi. Vel á fjórða hundrað skráninga eru komnar í hús og munu nokkrir fyrrum Íslandsmeistarar, fyrri ára, freista þess að verja titla sína.

Innlent
Fréttamynd

Umhverfis- og fegrunarátak

"Taktu upp hanskann fyrir Reykjavík" er yfirskrift nýs umhverfisátaks Reykjarvíkurborgar. Átakið hefst í Breiðholti og borgarstjóri kynnti það fyrir Breiðhyltingum í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Ofsaakstur

Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna ofsaaksturs í nótt. Annar mældist á 150 kílómetra harða í Ártúnsbrekkunni og hinn á 160 kílómetra hraða á Reykjanesbraut.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar fjárfesta grimmst erlendis

Fjárfestingar Íslendinga erlendis var litlu minni en fjárfestingar nágranna okkar Dana í fyrra þrátt fyrir að hagkerfi þeirra sé um það bil fimmtán sinnum stærra.

Innlent
Fréttamynd

Íbúðir byggðar umfram eftirspurn

Greiningadeild KB banka telur að 4200 íbúðir verði byggðar í ár en þörfin sé aðeins 3300 þannig að hátt í þúsund íbúðir verði byggðar umfram eftirspurn

Innlent
Fréttamynd

Olíuverð í sögulegu hámarki

Olíuverð fór í tæpa 76 Bandaríkjadali á helstu mörkuðum í dag og hefur aldrei verið hærra. Ástæðan fyrir verðhækkuninni eru minni umframbirgðir af olíu í Bandaríkjunum, vaxandi spenna í Mið-Austurlöndum og gruns um sprengingu í olíuleiðslu í Nígeríu, sem aðili er að samtökum olíuframleiðsluríkja, OPEC.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sviptur ökuleyfi og dæmdur fyrir bílstuld

17 ára drengur var sviptur ökuleyfi í átta mánuði og dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið olíuflutningabifreið af bensínafgreiðslustöð Atlantsolíu við Kópavogsbraut.

Innlent
Fréttamynd

Tveir pólverjar handteknir

Tveir pólverjar gista fangageymslur lögreglunnar í Keflavík eftir að þeri voru handteknir undir kvöld fyrir óspektir i bænum. Þeir veittust að fólki og trufluðu umferð uns lögregla skarst í leikinn. Þeir voru drukknir og verða yfirheyrðir þegar af þeim er runnið.

Innlent