Fréttir

Fréttamynd

Verðlaunaféð fer í sjúkrahús og matvælaverksmiðju

Bangladessbúinn Mohammad Yunus og Grameen smálána-bankinn sem hann stofnaði og veitir fátækum lán, deila með sér friðarverðlaunum Nóbels í ár. Verðlaunaféð, um 100 milljónir króna, mun Yunus nota til að koma á fót verksmiðju sem framleiðir ódýr matvæli með miklu næringargildi auk þess að koma á fót í heimalandi sínu sjúkrahúsi sem sérhæfir sig í augnaðgerðum.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir að styðja Hamas

Bandaríkjamaðurinn Mohamed Shorbagi hefur játað á sig fyrir dómi í Bandaríkjunum að hafa veitt Hamas-samtökunum fjárstuðning. Shorbagi, sem er 42 ára, er imam í mosku í Georgíu-ríki. Í lok sumars var hann ákærður fyrir að styðja erlend hryðjuverkasamtök og gæti átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi. Bandarísk stjórnvöld skilgreina Hamas sem hryðjuverkasamtök.

Erlent
Fréttamynd

Lögðu hald á um 600 lítra af áfengi í Hafnarfirði

Lögreglan í Hafnarfirði lagði gær hald á um 500 lítra af áfengi í framleiðslu og um 100 lítra af fullframleiddu áfengi í húsleit í iðnaðarhúsnæði í bænum. Einnig var lagt hald á tæki og tól til framleiðslu áfengis.

Innlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Seðlabanki Japan tilkynnti í dag að stýrivextir þar í landi yrðu óbreyttir. Stýrivextirnir í Japan hafa verið 0,25 prósent síðan í júlí þegar bankinn ákvað að láta af núllvaxtastefnu sinni og hækka vexti í fyrsta sinn í sex ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ver verðlaunafénu til góðgerðamála

Mohammad Yunus, sem hlaut í morgun friðarverðlaun Nóbels á ásamt Grameen-smálánabankanum sem hann stofnaði, hyggst verja verðlaunafénu, um 95 milljónum króna, til góðgerðamála.

Erlent
Fréttamynd

BAE selur í Airbus

Breski hergagnaframleiðandinn BAE Systems hefur lokið við sölu á 20 prósenta hlut sínum í flugvélaframleiðandanum Airbus til EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Jöklabréf styrkja krónuna

Krónan styrktist um 0,5 prósent í dag og endaði gengisvísitalan í 117,9 stigum. Gengi krónunnar hefur ekki verið sterkara síðan 21. mars á þessu ári eða sama dag og Danske Bank birti skýrsluna frægu um íslenska hagkerfið væri á leið í kreppu. Meginástæðan fyrir styrkingu krónunnar er áframhaldandi útgáfa á jöklabréfum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

ELKEM flytur starfsemi sína frá Ålvik til Grundartanga

Stjórn Elkem ákvað í dag að leggja niður drjúgan hluta af framleiðslu járnblendiverksmiðju félagsins í Ålvik í Noregi og flytja hana til Íslands. Forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga er að vonum ánægður, en þetta þýðir um fjörutíu ný störf í fyrirtækinu.

Innlent
Fréttamynd

Eignarhlutur Straums-Burðaráss samþykktur

Breska fjármálaeftirlitið hefur veitt Straumi-Burðarási heimild til að fara með 50 prósenta eignarhlut í breska ráðgjafarfyrirtækinu Stamford Partners. Fjármálaeftirlitið hefur jafnframt tilkynnt Straumi-Burðarási að það geri ekki athugasemdir við virkan eignarhlut bankans í ráðgjafarfyrirtækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir von á fleiri kvörtunum til Samkeppniseftirlitsins

Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að Osta- og smjörsalan hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart fyrirtækinu sigur fyrir Mjólku. Hann segir að fyrirtækið hyggist senda fleiri mál til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem hann kallar undirboð Osta- og smjörsölunnar.

Innlent
Fréttamynd

Tveir slösuðust í vinnuslysi skammt frá Hvolsvelli

Verið er að flyjta tvo menn með sjúkrabíl frá Hvolsvelli á slysdeild Landspítalans í Fossvogi eftir vinnuslys á bóndabæ skammt fyrir utan Hvolsvöll. Slysið var með þeim hætti að annar mannanna var að festa upp ljós og stóð í fiskikari sem fest var á gaffla á dráttarvél en karið rann fram af göfflunum og lenti ofan á manninum.

Innlent
Fréttamynd

Ungir leiðtogar ræða um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum

Þessa dagana er haldinn hér á landi alþjóðlegur samráðsfundur um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum að frumkvæði samtaka ungra forystumanna á heimsvísu, Young Global Leaders, sem starfa á vettvangi hinnar árlegu Davos-ráðstefnu, World Economic Forum.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á orkustuldi látin niður falla

Ríkissaksóknari hefur tekið ákvörðun um að ljúka máli vegna meints þjófnaðar á orkuforða á Ísafirði. Lögreglu var tilkynnt um málið þegar verið var að vinna að breytingum á götu í bænum en þar kom í ljós að tengingum í rafmagstöflu hafði verið breytt og vaknaði þá grunur um þjófnað á orkuforða.

Innlent
Fréttamynd

Níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir eignaspjöll

Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir eignaspjöll. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið ítrekað í vélarhlíf og framrúðu leigbíls með þeim afleiðingum að vélarhlífin rispaðist og framrúðan brotnaði.

Innlent
Fréttamynd

Tyrkir hóta Frökkum hefndum

Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, sagði í dag að Tyrkir myndu leita hefnda gegn Frökkum, sem í gær samþykktu lög um að skilgreina það sem glæpsamlegt athæfi að neita því að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni.

Erlent
Fréttamynd

Spyr hví Týr sé merktur Coast Guard

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra, um hvers vegna varðskipið Týr sé núna merkt Landhelgisgæslunni á ensku, á hliðum skipsins.

Innlent
Fréttamynd

Segir mannleg mistök hafa valdið mismundandi verðlagningu

Forsvarsmenn Osta- og smjörsölunnar segja að mannleg mistök hafi orðið þess valdandi að Mjólka hafi þurft að greiða meira fyrir undanrennuduft en Ostahúsið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins um að Osta - og smjörsalan hafi brotið gegn samkeppnislögum með verðlagningunni.

Innlent
Fréttamynd

Ræða ekki málefni einstakra starfsmanna

Stjórnendur álvers Alcan í Straumsvík segjast ekki ætla að ræða málefni einstakra aðila innan fyrirtækisins, en eins og kunnugt er héldu starfsmenn fjölmennan fund í Hafnarfirði í gær til að mótmæla uppsögnum þriggja starfsmanna fyrirtækisins fyrir skemmstu.

Innlent