Fréttir

Fréttamynd

OPEC-ríkin ekki samstíga

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði snarlega í dag vegna efasemda um að þau fleiri ríki, sem eigi aðild að OPEC, Samtökum olíuframleiðsluríkja, fylgi fordæmi Sádí Araba og draga úr framleiðslu líkt og fulltrúar ríkja innan samtakanna sömdu um í síðustu viku. Vestanhafs lækkaði verð á hráolíu um 51 sent og er nú rúmir 58 bandaríkjadalir á tunnu. Í Lundúnum lækkaði verð um 48 sent og er nú rúmir 59 bandríkjadalir.

Erlent
Fréttamynd

Sagður andlega vanheill

Maðurinn sem gekk um borð í rútu í New York í dag og sagðist hafa bundið sprengju um sig miðjan er andlega vanheill að sögn lögreglu í borginni. Búið er að rýma um helming stærstu rútumiðstöðvar í borginni af ótta við hryðjuverk. Rútumiðstöðin er staðsett á miðri Manhattan og þjónar 200 þúsund farþegum á dag.

Erlent
Fréttamynd

Enronstjóri fékk 24 ára dóm

Jeffrey Skilling, fyrrum forstjóri bandaríska orkurisans Enron, hlaut 24 ára fangelsisdóm fyrir bókhalds- og innherjasvik í Houston í Texas í Bandaríkjunum í dag. Skilling var í maí síðastliðnum fundinn sekur um aðild að umfangsmiklum bókhaldssvikum, sem leiddu til gjaldþrots Enron árið 2001.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fregnir af áhlaupi á sjónvarpsstöð í Írak

Bandarískar hersveitir gerðu í dag húsleit í höfuðstöðvum Al-Furat, sjónvarpsstöðvar sem tengd er Æðsta ráðs íslömsku byltingarinnar í Írak (SCIRI), stærsta stjórnmálaflokki sjía-múslima í Írak. Flokkurinn á sæti í ríkisstjórn Nuris al-Malikis, forsætisráðherra landsins. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir vitnum á vettvangi og starfsmönnum sjónvarpsstöðvarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Bongo býður sig aftur fram

Omar Bongu, sem hefur setið á forsetastól í Afríkuríkinu Gabon í nærri 4 áratugi, ætlar að bjóða sig aftur fram til embættisins árið 2012 þegar næst verður kosið. Enginn þjóðarleiðtogi í Afríku hefur lengur gengt embætti forseta. Bongo, sem er 70 ára, var endurkjörinn í nóvember í fyrra og verður hann 76 ára næst þegar Gabonar ganga að kjörborðinu og velja sér forseta.

Erlent
Fréttamynd

Sprengjuhótun í rútu

Lögregla í New York borg í Bandaríkjunum rýmdi stærstu rútustöð í borginn í dag eftir að maður, sem var staddur í rútu, sagðist hafa bundið sprengju um sig miðjan.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglan lúskraði á mótmælendum

Lögreglan í Búdapest í Ungverjalandi beitti táragasi gegn mótmælendum sem safnast höfðu saman við þinghús landsins til að minnast þess að hálf öld er í dag liðin frá því að uppreisn hófst gegn leppstjórn Sovétmanna í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælaskeytin streyma inn

Hátt í níutíu þúsund mótmælaskeyti hafa verið send af heimasíðu Greenpeace-samtakanna til utanríkisráðuneytisins vegna hvalveiða Íslendinga.

Erlent
Fréttamynd

Hafa ekki leyft innfluting hvalkjöts

Áhöfn Hvals níu veiddi aðra langreyði um hundrað og fjörtíu sjómílur út af Snæfellsnesi um klukkan hálf fimm í dag. Japönsk stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um að leyfa innflutning á hvalkjöti til landsins. Sjálfir vilja þeir ekki hefja hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en frekari stuðningur fæst frá alþjóðasamfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Hleranaherbergið sýnt

Lögreglustjórinn í Reykjavík svipti hulunni af hleranaherberginu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Örugg lína tryggð milli Nató og Íslands

Sérfræðingur frá Gagnaöryggisdeild Nató stóð vörð um öflugan mælibúnað fyrir utan Utanríkisráðuneytið í dag. Búnaðurinn mun ætlaður til að tryggja að ekki sé hægt að hlera samskipti Íslendinga við Nató.

Innlent
Fréttamynd

Svíakonungur hitti Bandaríkjaforseta

Karl Gústa XVI. Svíakonungur og Sílvía, drottning Svíþjóðar, hittu George Bush, Bandaríkjaforseta, og konu hans, Lauru, í Hvíta húsinu í Washington í dag. Fulltrúi Hvíta hússins segir þetta tækifæri til að styrkja vinasamband Bandaríkjanna og Svíþjóðar sem eigi sér langa, sameiginlega sögu og standi vörð um lýðræði, mannréttindi og frelsi.

Erlent
Fréttamynd

Boraði niður á sprengju

Borgarstarfsmaður í Aschaffenburg í Þýskalandi lét lífið þegar hann var að brjóta upp steinsteypu á hraðbrautinni milli Würzburg og Frankfurt. Stórvirk vinnuvél sem maðurinn var að vinna með sprakk þegar hún kom niður á sprengju úr Síðari heimsstyrjöldinni sem lá ósprungin undir steinsteypunni. Sprengjan sprakk þegar með fyrrgreindum afleiðingum. Vinnuvélin gjöreyðilagðist.

Erlent
Fréttamynd

Andstæðingar stækkunar álvers í Straumsvík funda

Þverpólitískur hópur fólks, sem er andvígur stækkun álversins í Straumsvík, boðar til fundar í Hafnarfirði í kvöld. Ákvörðun Alcans um stækkun liggur fyrir á næstu mánuðum og segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði að velji Alcan að stækka muni íbúarnir kjósa um málið. Forstjóri Alcan segir fyrirtækið einnig horfa á möguleika í Kanada og Oman.

Innlent
Fréttamynd

Skólarúta valt á Spáni

10 börn slösuðust, þar af 2 alvarlega, þegar skólarúta valt í Zaragoza-héraði á norðaustur Spáni í dag. 50 börn voru um borð í rútunni þegar slysið varð. Rútan valt á aðrein á akbraut nærri bænum Villamayor.

Erlent
Fréttamynd

18 manna áhöfn saknað

18 manna áhöfn rússnesks flutningaskips sökk undan norð-austur strönd Suður-Kóreu í dag. Verið var að flytja timbur frá Austur-Rússlandi til Kína.

Erlent
Fréttamynd

Óvíst um framsal

Stjórnvöld í Namibíu hafa ekki fengið beiðni frá bandarískum stjórnvöldum um að framselja kvikmyndaleikarann Wesley Snipes sem er ákærður fyrir að hafa svikið jafnvirði rúmlega 800 milljóna íslenskra króna undan skatti. Snipes er nú staddur í Namibíu við tökur á næstu kvikmynd sinni.

Erlent
Fréttamynd

Fresta því að skerða lífeyri öryrkja

Lífeyrissjóðir sem aðild eiga að Greiðslustofu lífeyrissjóða hafa ákveðið að fresta því að skerða eða fella niður greiðslur til örorkulífeyrisþegar til áramóta en til stóð að gera það um næstu mánaðamót.

Innlent
Fréttamynd

Hröð uppbygging í Grafarholti

Íbúar í Grafarholti voru tæplega 4800 í lok ágúst síðastliðins en aðeins eru sex ár síðan farið var að selja byggingarrétt í hverfinu.

Innlent
Fréttamynd

Bati á fasteignamarkaði

148 kaupsamningum var þinglýst á fasteignamarkaði í síðustu viku. Þetta er 70 prósentum meiri velta en í ágústmánuði sem var einn sá rólegasti um langt skeið, að sögn greiningardeildar Kaupþings. Gæðameiri íbúðir á góðum stað seljast betur en lakari íbúðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Erlendum ferðamönnum fjölgar um sjö prósent milli ára

Erlendum ferðamönnum í Leifsstöð fjölgaði um ríflega 20 þúsund eða um rúm sjö prósent á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. 325 þúsun erlendir ferðamenn fóru um flugstöðina fyrstu níu mánuði þessa árs en þeir voru rúmlega 303 þúsund á sama tíma árið 2005.

Innlent
Fréttamynd

Aukin harka í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Aukin harka virðist vera hlaupin í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Stjórn flokksins og frambjóðendum barst fyrir helgina nafnlaust bréf þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og kosningastjórn hans voru sökuð um að hafa misnotað aðstöðu sína.

Innlent
Fréttamynd

Olíuverðið lækkar á ný

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 59 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar efasemda um að einhugur sé hjá aðildarríkjum samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, að minnka olíuframleiðslu um rúma milljón tunnur af hráolíu á dag til að sporna gegn verðlækkunum á svarta gullinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Actavis með þrjú ný samheitalyf í Tyrklandi

Actavis hefur markaðssett þrjú ný lyf í Tyrklandi sem öll verða seld undir eigin merkjum. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að um sé að ræða þunglyndislyfið Xenator, blóðþrýstingslyfið Blockace og og ofnæmislyfið Vivafeks.

Innlent