Sigurður Mikael Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Sérsveitin okkar gætir líka Netanyahu-bræðra

Ríkislögreglustjóri veitti sonum forsætisráðherra Ísraels leyfi til að koma með vopnaða lífverði til landsins. Íslenska sérsveitin þarf að gæta þeirra líka á kostnað ríkisins. Bræðurnir eru í einkaerindum.

4,5 milljónir í símasektir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sektað 113 ökumenn fyrir að nota farsíma við akstur frá 1. maí.

Segir lóðina í gíslingu

Eigandi Hrauntungu í Garðabæ hefur kært synjun á deiliskipulagi fyrir íbúabyggð til úrskurðarnefndar. Lögmaður eigandans segir bæinn bera fyrir sig loforð við fyrri eiganda, sem lést árið 2009, um að lóðin skuli standa óröskuð.

Borgin birti viðkvæm skjöl um öryrkja

Á fundi borgarráðs var lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem 75 prósent öryrki höfðaði gegn borginni eftir að hafa verið synjað um sérstaka fjárhagsaðstoð hjá borginni.

Laun Ármanns fram úr hófi

„Það liggur í augum uppi að kjör bæjarstjóra Kópavogs hafa keyrt fram úr öllu hófi og að á nýju kjörtímabili verði þessi laun tekin til endurskoðunar með lækkun.“

Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund

Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára.

Kalla eftir úttekt á loftgæðum innilaugar

Sjálfstæðismenn í íþrótta- og tómstundaráði vilja að gerð verði óháð úttekt á loftgæðum í innilaug Laugardalslaugar vegna "ítrekaðra tilfella astma- og lungnasjúkdóma“ meðal iðkenda. Forstöðumaður segir mælingar koma vel út.

Rabbíni hópfjármagnar flutning sinn til Íslands

Sex milljónir söfnuðust á hálfum sólarhring til að fyrsti rabbíninn geti flutt með fjölskylduna til Íslands á sunnudag. Stefnt er að opnun fyrstu sýnagógunnar hér á landi. Rabbíninn hyggst beita sér gegn umskurðarfrumvarpi á Alþingi.

Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun

Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins.

Sjá meira