Norðmaður handtekinn fyrir njósnir Norska öryggislögreglan (PST) hefur handtekið mann sem sakaður er um njósnir fyrir annað ríki. Hann var handtekinn á laugardaginn og er sakaður um að hafa fært útsendurum leynilegar upplýsingar sem gætu skaðað þjóðarhagsmuni Noregs. 17.8.2020 10:11
Skrúfað fyrir heitavatnið á stóru svæði í nótt Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. 17.8.2020 09:01
Ellefu manns féllu í árás í Mogadishu Sómalískir hermenn bundu í gærkvöldi enda á umsátur í Mogadishu þar sem vígamenn höfðu tekið stjórn á hóteli. 17.8.2020 08:18
Reiði vegna safnaðar í Suður-Kóreu Yfirvöld í Suður Kóreu saka nú leiðtoga trúarsafnaðar um að hunsa sóttvarnarreglur en í söfnuði hans hafa nú rúmlega 300 meðlimir greinst smitaðir. 17.8.2020 08:08
Horizon Zero Dawn: Aloy er enn hörkukvendi Horizon Zero Dawn er í rauninni miklu betri leikur á PC heldur en PS4, þó upplifunin skemmist vegna hökts og hægagangs. 17.8.2020 07:30
Minnst 170 þúsund dánir í Bandaríkjunum Minnst 170 þúsund Bandaríkjamenn hafa nú dáið í kórónuveirufaraldrinum, fleiri en í nokkru öðru ríki og hafa minnst 5,4 milljónir smitast af Covid-19. 17.8.2020 07:03
Kallar þingmenn snemma úr fríi vegna Póstsins Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur tekið þá ákvörðun að kalla þingmenn snemma heim úr sumarfríi til að greiða atkvæði um frumvarp um Póst Bandaríkjanna. 17.8.2020 06:50
Ekki hlaup heldur hallandi staur Ástæða þess að útlit var fyrir að Grímsvatnahlaup væri hafið fyrir helgina er nú fundin, en staur sem GPS-mælir er festu á var farinn að halla og því leit út fyrir að yfirborð væri að lækka og hlaup því að hefjast. 17.8.2020 06:30
Bílar óökuhæfir eftir árekstra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í kvöld tilkynningu um árekstur í austurhluta borgarinnar. 13.8.2020 22:01