Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hættustig er enn í gildi á Seyðisfirði og óvissustig á Austfjörðum öllum. Áfram er hætta á vatnsflóðum og skriðuföllum en rýma þurfti fimmtíu hús á Seyðisfirði í gær vegna skriðu. Við verðum í beinni frá almannavörnum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum yfir stöðuna fyrir austan. 16.12.2020 18:01
Cyberpunk 2077: Átta ára bið lokið en fjölmargir gallar koma niður á annars geggjuðum leik Þrátt fyrir vandræðaútgáfu og fjölmarga bögga er Cyberpunk 2077 líklega einn af skemmtilegustu leikjum sem ég hef spilað. Geggjað andrúmsloft, áhugaverðar persónur og góð sögusköpun gerir gífurlega mikið fyrir leikinn og það sama má segja um hratt, fjölbreytt og á köflum strembið bardagakerfi. 16.12.2020 08:32
Lýsa yfir hættustigi á Seyðisfirði og óvissustigi á Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Það var gert í samráði við lögreglustjórann á austurlandi og Veðurstofu Íslands. Óvissustig er á Austurlandi vegna skriðuhættu. 16.12.2020 00:04
Biden ætlar að tilnefna Buttigieg í embætti samgönguráðherra Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að skipa Pete Buttigieg í embætti samgönguráðherra Bandaríkjanna. Þetta hafa fjölmiðlar vestanhafs eftir heimildarmönnum sínum. Buttigieg, sem kallaður er Mayor Pete, því hann var borgarstjóri South Bend í Indiana, bauð sig fram til forseta í forvali Demókrataflokksins og þá gegn Biden. 15.12.2020 23:46
Enn falla aurskriður á Seyðisfirði Ný aurskriða féll á Seyðisfirði skömmu fyrir níu í kvöld. Hún féll á sömu slóðum og aurskriðurnar fyrr í kvöld og fór hún neðarlega. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir skriðuna hafa fallið að efstu húsum svæðisins en það þurfi að skoða það betur í fyrramálið. 15.12.2020 21:36
Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15.12.2020 21:01
Landsréttur staðfestir frávísun milljarðakröfu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá milljarðakröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur og 365 miðla hf. gegn Sýn hf., forstjóra þess Heiðari Guðjónssyni og öllum stjórnarmönnum. 15.12.2020 18:26
Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld að William Barr, dómsmálaráðherra, væri að hætta í starfi sínu. Í tísti segir Trump að Barr vilji hætta, einungis fimm vikum áður en starfstímabil hans rennur út, til að verja hátíðunum með fjölskyldu sinni. 14.12.2020 23:14
Bílstjórar hafa ekki séð aðrar eins tjörublæðingar áður: „Eins og að baða dekkin í karamellu“ Þjóðvegurinn norður til Akureyrar virðist hafa blætt mikið í kvöld og hafa bílstjórar og ökumenn orðið fyrir tjóni. Vegklæðning hefur þakið dekk bíla og kannast bílstjórar ekki við að hafa séð annað eins. 14.12.2020 22:14
Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14.12.2020 21:00