Vilja aftur funda með Svíum um NATO-aðild Tyrknesk stjórnvöld hafa tilkynnt að til standi að halda fleiri fundi með fulltrúum sænskra og finnskra stjórnvalda um NATO-aðild þeirra. Mevlüt Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun. 20.2.2023 10:12
Eva Margrét og Guðrún Lilja nýir meðeigendur hjá LEX Eva Margrét Ævarsdóttir og Guðrún Lilja Sigurðardóttir hafa bæst í hóp meðeigenda LEX lögmannsstofu. 20.2.2023 09:41
Svíakonungur gengst undir hjartaaðgerð Karl Gústaf Svíakonungur mun gangast undir hjartaaðgerð í dag. 20.2.2023 08:19
Dregur úr vindi og hiti um frostmark Miðja lægðarinnar sem olli óveðri á landinu í gær er nú stödd um fjögur hundruð kílómetra austur af Dalatanga. Lægðin er á austurleið og fjarlægist landið svo það dregur úr vindi og úrkoman af hennar völdum norðan- og austanlands er einnig á undanhaldi. 20.2.2023 07:14
Arion hækkar sömuleiðis vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánsvaxta í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Vaxtabreytingarnar taka gildi næstkomandi þriðjudag, 21. febrúar. 17.2.2023 14:31
Umdeildir launasamningar Haraldar standa Embætti ríkislögreglustjóra þarf að greiða fjórum lögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. 17.2.2023 14:09
Þrjátíu manns með aðsetur á hæðinni í Vatnagörðum Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðinu segir að um þrjátíu manns hafi verið skráðir með aðsetur á hæð hússins við Vatnagarða 18 í Reykjavík þar sem eldur kom upp í morgun. Hann segir að slökkvistarf hafi gengið vel og eldurinn að mestu bundinn við tvö herbergi. Fimm voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. 17.2.2023 11:26
Eldur í húsnæði fyrir fólk í fíknivanda og flóttafólk í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17.2.2023 09:47
Starborne Frontiers nú aðgengilegur í snjalltækjaverslunum Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur nú gert nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers, aðgengilegan í snjalltækjaverslunum Apple og Google. 17.2.2023 08:48
Röskun á ferðum um 300 þúsund manns vegna verkfalla Sólarhringsverkfall þúsunda starfsmanna á sjö þýskum flugvöllum hefur áhrif á ferðir hundruð þúsunda ferðamanna í dag. Búið er að aflýsa þúsundum flugferða víða um Þýskaland. 17.2.2023 07:54