Draugabær birtist undan snjónum eftir rýmingu svæðisins Enn á eftir að fjarlægja um fimmtán hjólhýsi af þeim um tvö hundruð sem voru í gömlu hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn. Mikið rusl eftir rýminguna hefur birst eftir því sem snjó hefur tekið að leysa á staðnum í hlýindum undanfarinna vikna. 8.3.2023 07:01
Prinsessa flytur með fjölskylduna heim til Svíþjóðar Madeleine Svíaprinsessa og eiginmaður hennar, fjárfestirinn Chris O‘Neil, hafa ákveðið að flytja búferlum frá Bandaríkjunum og til Svíþjóðar. Madeleine, Chris og börn þeirra þrjú munu setjast að í Stokkhólmi. 7.3.2023 13:36
Skipuð ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. apríl næstkomandi. 7.3.2023 12:50
Stjórnarandstaðan sameinast um mótframbjóðanda gegn Erdogan Sex stjórnarandstöðuflokkar í Tyrklandi, sem jafnan hafa verið sundraðir í sínum störfum, hafa náð saman um forsetaframbjóðanda sem þeir vonast til að muni ná að koma Recep Tayyip Erdogan af forsetastóli í kosningunum sem fram fara í landinu í maí. 7.3.2023 11:57
Hélt hnífi að kviði manns á veitingastað við Hverfisgötu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa hótað öðrum manni með því að hafa haldið hnífi upp að kviði hans á veitingastað við Hverfisgötu í Reykjavík að næturlagi í janúar 2020. 7.3.2023 10:45
Play mun fljúga til Glasgow Flugfélagið Play hyggst hefja áætlunarflug til Glasgow í Skotlandi og verður fyrsta flugið föstudaginn 26. maí næstkomandi. 7.3.2023 10:21
Tveir létust í troðningi á tónleikum í New York Tveir tróðust undir og létust eftir að mikil ringulreið skapaðist á rapptónleikum í Rochester í New York-ríki á sunnudagskvöld. Einn er alvarlega slasaður. 7.3.2023 09:22
Tveir táningar látnir eftir stunguárás í Danmörku Tveir táningar eru látnir og sá þriðji særðist í stunguárás sem varð í Taastrup, vestur af dönsku höfuðborginni Kaupmannahöfn, í gærkvöldi. 7.3.2023 07:48
Útlit fyrir einsleitt veður næstu daga Næstu daga er útlit fyrir fremur einsleitt veður þar sem norðlægar áttir verða ríkjandi og éljagangur fyrir norðan og austan. Þá verður yfirleitt þurrt og lengst af bjart veður annars staðar. 7.3.2023 07:22
Jóhannes Nordal er látinn Jóhannes Nordal, sem gegndi embætti seðlabankastjóra á árunum 1961 til 1993, er látinn, 98 ára að aldri. 7.3.2023 07:10