Um 18 þúsund kýr drápust eftir sprengingu í Texas Áætlað er að um 18 þúsund kýr hafi drepist í sprengingu og eldsvoða á kúabúi í Texas á mánudag. 13.4.2023 07:31
Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, víða á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu, en átta til fimmtán metrar á sekúndu með suðausturströndinni og í kringum Öræfajökul. 13.4.2023 07:07
Plaio ræður tvo til að leiða viðskiptaþróun Hugbúnaðarfyrirtækið PLAIO hefur ráðið þá Ari Cofini og Christian Hartvig til að leiða viðskiptaþróun fyrirtækisins í Bandaríkjunum annars vegar og Evrópu hins vegar. 12.4.2023 13:49
Ölgerðin nú meirihlutaeigandi í Iceland Spring Ölgerðin hefur undirritað samninga sem fela í sér að Ölgerðin eignast 51 prósenta hlut í vatnsútflutningsfyrirtækinu Iceland Spring sem selur íslenskt vatn í um 35 þúsund verslunum Bandaríkjunum, Taílandi og Kína, þar með talið í í verslunum 7-Eleven, Walgreens og Rite Aid. 12.4.2023 08:34
Aflýsti siglingaferð til Grænlands en endurgreiddi ekki staðfestingargjaldið Ferðaþjónustufyrirtæki hefur verið gert að endurgreiða um milljón króna staðfestingargjald til viðskiptavinar vegna tíu daga siglingaferðar til Grænlands sem fara átti í í ágúst 2022 en fyrirtækið aflýsti með skömmum fyrirvara með vísun í heimsfaraldur kórónuveiru. 12.4.2023 07:49
Reykur í Rimaskóla eftir að kveikt var í rusli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynning barst um að brunakerfið hafði farið í gang í Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík um klukkan fimm í morgun. 12.4.2023 07:27
Þungbúið norðantil en bjartara og þurrt sunnanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, víðast fimm til tíu metrar á sekúndu. Það verður þungbúið á norðanverðu landinu, lágskýjað og dálítil rigning eða snjókoma, en sunnanlands verður bjartara yfir og þurrt að mestu. 12.4.2023 07:05
Búin að eignast tvíburana Bandaríska leikkonan Hilary Swank er búin að eignast tvíbura. Hin 48 ára leikkona greindi frá gleðitíðindunum á Instagram í gær. 11.4.2023 08:53
Eldgos á Kamtsjaka gæti raskað flugi Eldgos er hafið í eldfjallinu Shiveluch á Kamtsjaka, austast í Rússlandi, og hefur öskustrókurinn náð tíu kílómetra hæð. Búist er við að gosið gæti raskað flugsamgöngum í heimshlutanum, en síðat gaus í Shiveluch árið 2007 og leiddi það til mikilla samgöngutruflana. 11.4.2023 07:53
Breytileg átt með rigningu og slyddu víða um land Nú í morgunsárið er lægð við austurströndina sem mun þokast vestur yfir landið í dag. Áttin verður því breytileg, yfirleitt gola eða kaldi, en austan strekkingur norðantil fram eftir degi. 11.4.2023 07:15
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið