Sjö látnir eftir að jeppa var ekið inn í hóp fólks í Texas Að minnsta kosti sjö eru látnir og ellefu slasaðir eftir að maður ók jeppa inn í hóp fólks sem beið við strætisvagnastöð fyrir utan móttöku fyrir flóttamenn í Brownsville í suðurhluta Texas í Bandaríkjunum í dag. 7.5.2023 17:29
Erna Björk nýr fjármálastjóri Advania Erna Björk Sigurgeirsdóttir hefur verið ráðin nýr fjármálastjóri Advania og tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hún kemur til Advania frá Sýn. 5.5.2023 13:40
Handteknir vegna gruns um sölu á fíkniefnahlaupböngsum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á dögunum tvo menn karlmenn um þrítugt vegna rannsóknar á máli sem snýr að umfangsmikilli sölu og dreifingu fíkniefna þar sem kannabisefni hafi verið komið fyrir í hlaupböngsum og súkkulaði. 5.5.2023 13:30
Jón Brynjar ráðinn forstöðumaður fjármála hjá Sýn Jón Brynjar Ólafsson hefur verið ráðinn til Sýnar og mun hann leiða fjármál sem er deild á sviði fjármála og stefnumótunar. Deildin nær yfir uppgjör og reikningsskil, hagdeild og innheimtu og mun Jón Brynjar vera forstöðumaður þeirrar deildar. 5.5.2023 13:18
Fluglitakóðinn aftur grænn en óvissustig áfram í gildi Mælingar Veðurstofnnar benda til þess að virknin í Kötluöskju teljist nú til eðlilegrar bakgrunnsvirkni eldstöðvarinnar. Ákveðið hefur verið að færa fluglitakóðann aftur niður á grænan. Óvissustig almannavarna er þó áfram í gildi og náið verður fylgst með þróun mála í Mýrdalsjökli. 5.5.2023 13:03
Tvær tilkynningar um hópuppsagnir í apríl Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl þar sem 71 einstaklingi var sagt upp störfum. 5.5.2023 12:51
Tekinn á 59 kílómetra hraða á rafhlaupahjólinu, hjálmlaus og með farþega Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði unglingspilt sem ók rafhlaupahjóli á 59 kílómetra hraða niður Þúsöld í Grafarholti þar sem hámarkshraði er 50. 5.5.2023 12:24
Fjórir skotnir og einn látinn þegar Napoli fagnaði titlinum Fjórir voru skotnir í Napoli á Ítalíu í gærkvöldi þar sem borgarbúar fögnuðu sínum fyrsta Ítalíumeistaratitli í fótbolta í heil 33 ár. Ítalski fjölmiðillinn Ansa segir að 26 ára karlmaður hafi látist af sárum sínum á sjúkrahúsi. 5.5.2023 07:49
Mildar austlægar áttir leika um landið næstu daga Mildar austlægar áttir leika um landið á næstunni og má reikna með að hitatölur geti náð fimmtán stigum þar sem best lætur yfir hádagi. Það má reikna með að það verði fremur þungbúið, en yfirleitt bjartara norðanlands. 5.5.2023 07:12
Skjálftarnir tengist líklega vatni og jarðhita en ekki kvikuhreyfingum Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegast að skjálftarnir sem urðu í Kötluöskju í morgun tengist jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum. 4.5.2023 14:17