Snjallgleraugun eru raunveruleg - prufukeyrsla hafin 7. apríl 2012 20:56 Tæknirisinn Google opinberaði í vikunni áform sín um að þróa sérstök snjallgleraugu sem byggja á Android stýrikerfinu vinsæla. Margir efuðust um yfirlýsingar fyrirtækisins og töldu sumir að um grín væri að ræða. Google hefur hins vegar slegið á allar efasemdir með því að birta myndband sem sýnir snjallgleraugun í notkun. Virkni gleraugnanna svipar mjög til hefðbundinna snjallsíma. Þau er þó hönnuð í allt öðrum tilgangi. Þeim er ætlað að bæta við veruleika okkar og veita nánast óendanlegt flæði upplýsinga um umhverfið. Með því að nota 3G og 4G farnetsþjónustu geta snjallgleraugun birt upplýsingar um ákveðna verslun þegar notandinn nálgast hana, dregið upp nákvæmt kort af lestarkerfum og komutímum þegar viðkomandi gengur inn á lestarstöð eða flett upp nákvæmum upplýsingum um bók sem notandinn tekur upp. Samkvæmt myndbandi Google er í raun ekkert sem gleraugun geta ekki gert.mynd/GoogleEkki er vitað hvenær snjallgleraugun fara í almenna sölu - samkvæmt Google gæti þróun þeirra tekið nokkra mánuði og allt upp í nokkur ár. Það leikur þó enginn vafi á því að Google taki verkefnið alvarlega. Fyrr í vikunni sást til Sergey Brin, annars stofnanda Google, með gleraugun. Hægt er að sjá myndbandið sem Google birti hér fyrir ofan en þar er tækni gleraugnanna kynnt. Ekki eru þó allir á eitt sáttir með nýjungina og hafa nokkrir tækniáhugamenn tekið saman myndband sem dregur upp dökka mynd af raunveruleika snjallgleraugna. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tæknirisinn Google opinberaði í vikunni áform sín um að þróa sérstök snjallgleraugu sem byggja á Android stýrikerfinu vinsæla. Margir efuðust um yfirlýsingar fyrirtækisins og töldu sumir að um grín væri að ræða. Google hefur hins vegar slegið á allar efasemdir með því að birta myndband sem sýnir snjallgleraugun í notkun. Virkni gleraugnanna svipar mjög til hefðbundinna snjallsíma. Þau er þó hönnuð í allt öðrum tilgangi. Þeim er ætlað að bæta við veruleika okkar og veita nánast óendanlegt flæði upplýsinga um umhverfið. Með því að nota 3G og 4G farnetsþjónustu geta snjallgleraugun birt upplýsingar um ákveðna verslun þegar notandinn nálgast hana, dregið upp nákvæmt kort af lestarkerfum og komutímum þegar viðkomandi gengur inn á lestarstöð eða flett upp nákvæmum upplýsingum um bók sem notandinn tekur upp. Samkvæmt myndbandi Google er í raun ekkert sem gleraugun geta ekki gert.mynd/GoogleEkki er vitað hvenær snjallgleraugun fara í almenna sölu - samkvæmt Google gæti þróun þeirra tekið nokkra mánuði og allt upp í nokkur ár. Það leikur þó enginn vafi á því að Google taki verkefnið alvarlega. Fyrr í vikunni sást til Sergey Brin, annars stofnanda Google, með gleraugun. Hægt er að sjá myndbandið sem Google birti hér fyrir ofan en þar er tækni gleraugnanna kynnt. Ekki eru þó allir á eitt sáttir með nýjungina og hafa nokkrir tækniáhugamenn tekið saman myndband sem dregur upp dökka mynd af raunveruleika snjallgleraugna.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira