Innlent

Slökkviliðsmenn í verkfall á föstudag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
„Við hefðum alveg eins getað sleppt þessum fundi. Það var ekkert í gangi," segir Sverrir Björn Björnsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Fulltrúar Landssambandsins áttu fund með viðsemjendum sínum í dag en upp úr honum slitnaði án þess að niðurstaða lægi fyrir. Það liggur því fyrir að slökkviliðsmenn fara í verkfall á föstudaginn. Fyrsta lota verður átta klukkustunda löng.

Sverrir segir að engin tilboð hafi verið lögð fram á fundinum í dag og enginn fundur boðaður í framhaldi. Boðað verkfall verði samkvæmt áætlun. „Við bíðum bara eftir því að menn nái áttum," segir Sverrir Björn.

Verkfallið á föstudag mun meðal annars hafa það í för með sér að ef stórkostlegur eldur verður á meðan að verkfallinu stendur verður ekki hægt að kalla út auka mannskap á vakt.








Tengdar fréttir

Slitnað upp úr viðræðum

Samkvæmt heimildum Vísis hefur slitnað upp úr viðræðum ríkisins og slökkvuliðs og sjúkraflutningamanna. Hljóðið í fundarmönnum var þungt í dag og runnu viðræðurnar út í sandinn.

Vika í verkfall slökkviliðsmanna

Það er um vika í að slökkiliðs- og sjúkraflutningamenn fari í eins dags verkfall ef fram fer sem horfir, að sögn Finns Hilmarssonar, varaformanns Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutnignamanna. Það slitnaði upp úr kjaraviðræðum þeirra við Launanefnd sveitafélaga í dag.

Mótmæla bágum kjörum

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn stilltu sér upp fyrir framan hús ríkissátasemjara í Borgartúninu laust eftir klukkan tvö í dag þar sem samninganefnd þeirra fundaði með launanefnd sveitarfélagana.

Lokatilraun gerð á morgun

Slökkviliðsmenn gera lokatilraun á morgun til þess að afstýra verkfalli sem annars brestur á næsta föstudag. Sverrir Björn Björnsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segist ekki geta sagt til um það hvort hægt verði að afstýra verkfalli. Það fari eftir því hvort viðsemjendur komi með eitthvað útspil á samningafundi klukkan tvö á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×