Innlent

Sérsveitin send út 300 sinnum í fyrra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sérsveitin var send út næstum 300 sinnum í fyrra. Mynd/ Anton.
Sérsveitin var send út næstum 300 sinnum í fyrra. Mynd/ Anton.
Sérsveit Ríkislögreglustjóra var send út 293 sinnum í fyrra. Hún var oftast send út í janúar, eða 45 sinnum en næstoftast í ágúst eða 41 sinni. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkislögreglustjóra um ofbeldi gagnvart lögreglumönnum.

Þar kemur fram að algengt sé að vaktbifreið sérsveitar sé send, ásamt lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu, á vettvang þar sem grunur er um ofbeldismál. Tilgangur veru sérsveitar á vettvangi sé að auka öryggi og öryggistilfinningu annarra lögreglumanna. Flest tilfellin eru vegna slagsmála í miðbænum.




Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×