Innlent

Segja slökkviliðsstjóra fara með ósannindi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Samningafundur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur staðið yfir í dag. Mynd/ Geirix
Samningafundur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur staðið yfir í dag. Mynd/ Geirix
Fulltrúar starfsmanna Slökkviliðs Akureyrar segja slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akureyrar fara með ósannindi í viðtali við Fréttablaðið 30. júlí síðastliðinn þegar hann fullyrðir að slökkviliðsmenn nýti sér frítökurétt í formi fría.

Segja slökkviliðsmennirnir í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér að fullyrðingar slökkviliðsstjórans vegi að starfsmönnum Slökkviliðs Akureyrar, fulltrúum þeirra og framkvæmdastjóra Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem hafi um árabil farið þess á leit við slökkviliðsstjóra og embættismenn Akureyrar að frítökuréttur verði virtur.

Samningafundur forystumanna Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur staðið yfir frá því í dag. Ljúki honum án niðurstöðu hefst sextán klukkustunda verkfall klukkan átta í fyrramálið.




Tengdar fréttir

Segir slökkviliðsmenn hafna kjarabótum fyrir þá tekjulægstu

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Launanefndar sveitafélaga, segir að slökkviliðs- og sjúkraflutningarmenn hafi hafnað launahækkunum fyrir launalægstu félagsmenn sína þegar þeir höfnuðu kjarasamningum í atkvæðagreiðslu sem forystumenn stéttarfélags þeirra undirrituðu við Launanefndina í fyrrasumar.

Enn karpað um kaup

Fundur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna með Launanefnd sveitarfélaga sem hófst klukkan hálfþrjú í dag stendur enn yfir. Einn fundarmanna sem Vísir ræddi við segir ekki hægt að spá fyrir um hversu lengi hann muni standa.

Saka viðsemjendur um rangfærslur

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn saka Launanefnd sveitarfélaga um rangfærslur í umræðum um kjaramál þeirra. Segja þeir að þær launaupphæðir sem Launanefndin fullyrði að slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafi séu þeim sjálfum ókunnugar. Launatölur sem LSS hafi látið fjölmiðlum í té séu byggðar á tölum úr launaseðlum slökkviliðsmanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×