Brúðkaup Vilhjálms og Katrínar í Westminster Abbey

Brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Katrínar Middleton í Westminster Abbey í London var gríðarvel heppnað. Um tveir milljarðar manna um allan heim fylgdust með þessari útsendingu.

Margir biðu spenntir eftir að berja brúðarkjólinn augum. Stuttu fyrir brúðkaupið var tilkynnt að hann væri eftir hönnuðinn Söruh Burton hjá Alexander Mcqueen tískuhúsinu. Katrín var ekki með hálsfesti en hinsvegar demantseyrnalokka. Hún bar litla kórónu sem drottningin lánaði henni, en kórónan er frá árinu 1936 og hefur verið kölluð „geislabaugurinn" frá Cartier.

Eins og sést var athöfnin afskaplega formleg og virðuleg en brúðhjónin skiptust þó á mörgum brosum. Að henni lokinni aka þau síðan í opnum hestvagni frá Westminster Abbey til Buckingham-hallar. Á leiðinni eru þau hyllt af að minnsta kosti einni milljón Breta og ferðamanna sem varða veginn.

Konungsfjölskyldan stillir sér síðan upp á svölunum á höllinni og heilsar mannfjöldanum og er þá loks komið að kossi brúðhjónanna.

33889
31:25

Vinsælt í flokknum Lífið